Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. janúar 2021 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Joey Barton orðaður við Sheffield Wednesday
Mynd: Getty Images
Joey Barton var rekinn úr stjórastólnum hjá Fleetwood Town á dögunum eftir ágreining við Ched Evans, stjörnuleikmann liðsins.

Evans gerði grín að Barton á æfingu og var stjórinn ekki sáttur og ákvað að setja Evans út í kuldann. Sá ágreiningur hélt þó áfram og fór þannig að Evans var rekinn burt frá félaginu, áður en Barton var svo einnig rekinn.

Barton gerði flotta hluti með Fleetwood og er liðið í efri hluta ensku C-deildarinnar sem stendur í umspilsbaráttu. Barton virðist vera nokkuð eftirsóttur því hann var strax orðaður við stjórastöðuna hjá Sheffield Wednesday sem er í fallbaráttu í Championship.

Barton var á tímabili talinn líklegastur til að taka við þar á bæ en nú eru menn á borð við Gus Poyet, Neil Thompson og Paul Cook taldir líklegri.
Athugasemdir
banner
banner
banner