Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 05. maí 2019 21:55
Magnús Þór Jónsson
Óttar: Ný markmið sett í næsta sunnudagsboði!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson sem að setti jöfnunarmark Skagamanna á Wurthvellinum í kvöld, var hann brotlegur í því líkt og Aron markmaður fullyrti.

"Nei alls ekki, ég renni mér í boltann og set hann í gegnum klofið á honum, hann var aldrei með boltann. Það var mjög gaman skora, fyrsta markið mitt í Pepsi(max)deildinni".

Skagamenn stjórnuðu ferðinni algerlega í fyrri hálfleik en misstu svo dampinn fyrsta hálftímann í seinni hálfleik, getur Óttar eitthvað skýrt út hvar þar var á ferð?

"Einfalda skýringin er að við fórum of snemma í langa boltann í stað þess að spila eins og við gerðum í fyrri.  Fylkir kom aðeins á móti okkur en við eigum að geta leyst það."

Fjögur stig fyrir nýliða eftir 2 umferðir, þiggja menn það ekki?

"Eins og staðan var á 90.mínútu þá getur maður ekki verið annað en sáttur með það en miðað við leikinn hefðum við viljað þrjú. Við ætlum bara að mæta í hvern leik og gera okkar besta, ég ætla ekki að plammera einhver markmið, bara taka einn leik í einu."

En hann sjálfur, kominn af stað í markaskoruninni, er hann búinn að setja sér marka-markmið fyrir sumarið?

"Ég samdi um það við bræður mína að ég stefndi á að skora 3 mörk í sumar og það eru komin tvö, þetta þarf kannski að endurskoða í næsta sunnudagsboði hjá mömmu og pabba!"

Nánar er rætt við Óttar í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir