Það var varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson sem að setti jöfnunarmark Skagamanna á Wurthvellinum í kvöld, var hann brotlegur í því líkt og Aron markmaður fullyrti.
"Nei alls ekki, ég renni mér í boltann og set hann í gegnum klofið á honum, hann var aldrei með boltann. Það var mjög gaman skora, fyrsta markið mitt í Pepsi(max)deildinni".
"Nei alls ekki, ég renni mér í boltann og set hann í gegnum klofið á honum, hann var aldrei með boltann. Það var mjög gaman skora, fyrsta markið mitt í Pepsi(max)deildinni".
Skagamenn stjórnuðu ferðinni algerlega í fyrri hálfleik en misstu svo dampinn fyrsta hálftímann í seinni hálfleik, getur Óttar eitthvað skýrt út hvar þar var á ferð?
"Einfalda skýringin er að við fórum of snemma í langa boltann í stað þess að spila eins og við gerðum í fyrri. Fylkir kom aðeins á móti okkur en við eigum að geta leyst það."
Fjögur stig fyrir nýliða eftir 2 umferðir, þiggja menn það ekki?
"Eins og staðan var á 90.mínútu þá getur maður ekki verið annað en sáttur með það en miðað við leikinn hefðum við viljað þrjú. Við ætlum bara að mæta í hvern leik og gera okkar besta, ég ætla ekki að plammera einhver markmið, bara taka einn leik í einu."
En hann sjálfur, kominn af stað í markaskoruninni, er hann búinn að setja sér marka-markmið fyrir sumarið?
"Ég samdi um það við bræður mína að ég stefndi á að skora 3 mörk í sumar og það eru komin tvö, þetta þarf kannski að endurskoða í næsta sunnudagsboði hjá mömmu og pabba!"
Nánar er rætt við Óttar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir