Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 05. júlí 2021 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Þrennu-Albert: Réttur maður á réttum stað
Lengjudeildin
Albert skoraði þrennu í kvöld.
Albert skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson skoraði þrennu fyrir Fram í 4-3 sigri liðsins á Kórdrengjum í 10. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

„Þetta var ótrúlegt sætt, sérstaklega eftir að hafa lent 2-3 undir. Þá fór maður að líða hálf illa en eftir að við urðum manni fleiri þá fannst mér þetta aldrei verið nein spurning og við tókum yfir leikinn," sagði Albert í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  3 Kórdrengir

Staðan í hálfleik var jöfn 2-2 en Kórdrengir komust yfir 3-2 eftir sjö mínútur af seinni hálfleik. Stuttu síðar fékk síðan Davíð Þór Ásbjörnsson að líta rauða spjaldið hjá Kórdrengjum.

„Mér fannst við ekki eiga það skilið (að lenda undir). En maður var svosem aldrei stressaður yfir því. Það er svo mikil liðsheild og agi í okkar liði, við komum alltaf til baka," sagði Albert en Framarar jöfnuðu strax tveimur mínútum eftir að Kórdrengir urðu manni færri.

Albert var ánægður með þrennuna í kvöld.

„Ég var í rauninni vel staðsettur í teignum. Þetta var ekki nein glæsileg mörk en glæsilegt spil í aðdragandanum og ég var bara réttur maður á réttum stað."

Fram er komið með 28 stig á toppi deildarinnar og eru tíu stigum frá þriðja sætinu. Albert vildi þó ekki meina að þeir væru langt komnir með að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu.

„Fyrri umferðin er ekki einu sinni búin. Menn verða að ná sér niður. Það er leikið þétt og við verðum að vera klárir strax aftur gegn Aftureldingu. Það er margt sem getur gerst, við verðum að halda svona áfram en þetta er langt í frá að vera komið," sagði þrennu maðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner