Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 05. júlí 2021 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Þrennu-Albert: Réttur maður á réttum stað
Lengjudeildin
Albert skoraði þrennu í kvöld.
Albert skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson skoraði þrennu fyrir Fram í 4-3 sigri liðsins á Kórdrengjum í 10. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

„Þetta var ótrúlegt sætt, sérstaklega eftir að hafa lent 2-3 undir. Þá fór maður að líða hálf illa en eftir að við urðum manni fleiri þá fannst mér þetta aldrei verið nein spurning og við tókum yfir leikinn," sagði Albert í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  3 Kórdrengir

Staðan í hálfleik var jöfn 2-2 en Kórdrengir komust yfir 3-2 eftir sjö mínútur af seinni hálfleik. Stuttu síðar fékk síðan Davíð Þór Ásbjörnsson að líta rauða spjaldið hjá Kórdrengjum.

„Mér fannst við ekki eiga það skilið (að lenda undir). En maður var svosem aldrei stressaður yfir því. Það er svo mikil liðsheild og agi í okkar liði, við komum alltaf til baka," sagði Albert en Framarar jöfnuðu strax tveimur mínútum eftir að Kórdrengir urðu manni færri.

Albert var ánægður með þrennuna í kvöld.

„Ég var í rauninni vel staðsettur í teignum. Þetta var ekki nein glæsileg mörk en glæsilegt spil í aðdragandanum og ég var bara réttur maður á réttum stað."

Fram er komið með 28 stig á toppi deildarinnar og eru tíu stigum frá þriðja sætinu. Albert vildi þó ekki meina að þeir væru langt komnir með að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu.

„Fyrri umferðin er ekki einu sinni búin. Menn verða að ná sér niður. Það er leikið þétt og við verðum að vera klárir strax aftur gegn Aftureldingu. Það er margt sem getur gerst, við verðum að halda svona áfram en þetta er langt í frá að vera komið," sagði þrennu maðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner