Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 05. júlí 2022 23:30
Ingi Snær Karlsson
Christopher Brazell: Við erum með mikil gæði í liðunu
Lengjudeildin
Christopher Brazell, þjálfari Gróttu
Christopher Brazell, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Í fyrsta lagi hrós á Fjölni, þeir gáfu okkur góðan leik í dag. Þetta var mjög erfiður leikur. Á blautum velli, tvö lið sem ætla sér ofarlega." sagði Christopher Brazell eftir 4-1 sigur gegn Fjölni í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  1 Fjölnir

„Í lokin voru það við sem sigruðum og ég er auðvitað ánægður með það. Frábær úrslit, leiðinlegt að fá á sig mark. Við hefðum elskað hreint lak líka. Strákarnir fagna núna, kannski því við erum á toppnum. Bara vinna annan leik og koma aftur eftir síðasta leik."

Kom það þér á óvart hversu mörg mörk þið skoruðuð?

„Nei það kemur mér aldrei á óvart ef ég á að vera hreinskilinn. Við erum með mikil gæði í liðunu. Þegar þú horfir á bekkinn í dag, við höfum Ívan og Sigga sem koma inn á alveg í lokin. Við höfum Benjamin sem spilaði ekki, Arnþór sem spilaði ekki. Þeir eru mjög góðir sóknarspilarar og núna geta þeir ekki einu sinni komist í byrjunarliðið. Það segir mér mikið um gæðin á vellinum, þannig nei það kom mér ekki á óvart að við hefðum skorað svona mörg mörk. Mér fannst við getað skorað fleiri ef við hefðum verið rólegri í lokin. En fjögur voru klárlega nóg. Við höfum spennandi sóknarleikmenn, þess vegna koma menn að horfa á okkur, þið og aðrir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner