„Ég er mjög ánægður með byrjunina á tímabiliu. Þetta er góð byrjun á tímabilinu, ekki bara úrslitin, ég var ánægður með frammistöðuna í dag," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, eftir sigur á Crystal Palace í dag, 0-1 lokatölur á Selhurst Park.
Það er landsleikjahlé framundan en eftir það eru stórleikir. Það lítur út fyrir að Alisson Becker verði eitthvað frá en hann tognaði aftan í læri í leiknum í dag. Næstu deildarleikir eru gegn Chelsea og Arsenal.
Það er landsleikjahlé framundan en eftir það eru stórleikir. Það lítur út fyrir að Alisson Becker verði eitthvað frá en hann tognaði aftan í læri í leiknum í dag. Næstu deildarleikir eru gegn Chelsea og Arsenal.
„Því miður verður Alisson ekki með okkur í þeim leikjum miðað við hvernig hann gekk af velli."
Vitezslav Jaros kom inn fyrir Alisson og stóð sig vel.
„Hann stóð sig vel, átti gott tímabl og vann deildina og bikar með Sturm Graz. Hann vildi fara aftur og spila í vetur, en við þurfum að hafa góðan þriðja markvörð. Þetta var gott augnablik fyrir hann að þreyta frumraun sína fyrir Liverpool," sagði Slot.
Liverpool er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir