Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick: Gerðum miklu betur en ég bjóst við
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega fyrsta hálftímann og var pressan mjög góð," sagði Ralf Rangnick eftir sinn fyrsta leik sem stjóri Manchester United.

United lagði Crystal Palace, 1-0, í dag. Það var Brasilíumaðurinn Fred sem skoraði sigurmarkið.

„Við vorum með stjórn á leiknum og það var mikilvægast að halda hreinu."

„Við verðum að halda áfram að halda hreinu. Við náðum bara að taka eina æfingu og ég var mjög hrifinn af því sem ég sá í dag. Við gerðum miklu betur en ég bjóst við."

Rangnick hrósaði Cristiano Ronaldo sérstaklega fyrir það hvernig hann vann án boltans, en það voru getgátur um það að portúgalska ofurstjarnan yrði í erfiðleikum með leikstíl Rangnick - sem krefst þess að leikmenn hlaupi mikið. Rangnick var mjög ánægður með Ronaldo í dag.

Um markið sem Fred skoraði, sagði sá þýski: „Ég varð að spyrja aðstoðarþjálfarann hvort Fred hefði í alvöru skorað með hægri. Ég hélt að hann gæti bara skotið með vinstri. Ég var ánægður fyrir hans hönd."

„Við verðum að halda áfram að halda markinu hreinu og við verðum að bæta okkur í að skapa færi. Heilt yfir var ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum," sagði Rangnick eftir sinn fyrsta leik sem stjóri Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner