Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. janúar 2022 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Wilshere gefur Lingard ráð - „Grasið ekki alltaf grænna hinum megin"
Jesse Lingard
Jesse Lingard
Mynd: EPA
Jack Wilshere
Jack Wilshere
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, fyrrum leikmaður West Ham og Arsenal, gefur Jesse Lingard, leikmanni Manchester United, ráð varðandi næstu skref ferilsins en hann hefur verið orðaður frá félaginu síðustu vikur.

Enski sóknartengiliðurinn var lánaður til West Ham seinni hluta síðasta tímabil þar sem hann skoraði 9 mörk í 16 leikjum og hjálpaði liðinu að komast í Evrópudeildina.

West Ham vildi fá hann síðasta sumar en Lingard ákvað frekar að berjast fyrir sæti sínu hjá Man Utd. Hann hefur fengið fá tækifæri til að sýna sig á þessari leiktíð og gæti nú ákveðið að yfirgefa félagið.

Samningur hans gildir út þessa leiktíð en West Ham og Newcastle eru sögð hafa mikinn áhuga á að fá hann.

„Eftir þessa sex mánuði sem hann átti hjá West Ham þá hélt hann að hann myndi kannski fá tækifærið hjá United. Hann átti það líklega skilið," sagði Wilshere á talkSPORT.

„Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í glugganum en hann á skilið að spila og honum finnst það líka. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Ég lenti í þessu nokkrum sinnum hjá Arsenal með leikmenn sem vildu ekki vera þarna."

„Stundum þarf maður bara að slaka aðeins á og hugsa hvað maður er heppinn að vera hjá svona stóru félagi og með þessa stuðningsmenn. Man Utd er kannski ekki að berjast um titla akkúrat núna en þetta er samt stórt félag og öll lið eru hrædd við að fara þangað að spila,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner