Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   lau 06. febrúar 2021 18:39
Arnar Laufdal Arnarsson
Atli Sveinn: Erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Valur áttust við í úrslitlaleik Reykjavíkurmótsins á Wurth vellinum klukkan 15:00 í dag. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk Orra Sveins Stefánssonar og Patrick Pedersen en Valur unnu 5-4 í vítaspyrnukeppni.

"Mér fannst leikurinn nokkuð jafn, auðvitað getur þetta farið í báðar áttir þegar þetta er komið í vítakeppni en mér fannst Valsliðið sterkari í seinni hálfleik og áttu fleiri opin færi en mér fannst við kannski öflugri í fyrri hálfleik" Sagði Atli Sveinn Þórarinsson annar af aðalþjálfurum Fylkis í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  6 Valur

Hvernig fannst Atla frammistaða Fylkis í Reykjavíkurmótinu?

"Hún var bara heilt yfir mjög fín, fullt af ágætum hlutum og við sáum líka hluti sem við þurfum að bæta meðal annars í dag og þetta eru bara rosalega góðir leikir að fá. Við sáum í dag að þeir komu upp og pressuðu okkur og okkur gekk kannski illa að halda boltanum og spila okkur út úr því og byggja upp sóknir í seinni hálfleik, það er fyrsti augljósi punkturinn svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur en líka margir góðir hlutir, spiluðum fínan varnarleik lengst af og ungir strákar sem eru að fá að spila sem eru að koma mjög sterkt inn í þetta þannig fullt af jákvæðu líka"

Fylkismenn hafa misst sex leikmenn frá seinasta tímabili og fengið til sín tvo leikmenn, hver er staðan í leikmannamálum Fylkismanna?

"Við erum opnir fyrir því að fá leikmenn ekki spurning, eins og einhver sagði í einhverju viðtali þá er þetta ekki opnasti markaður í heimi og svo hefur oft verið til meiri peningur heldur en akkurat núna hjá öllum fótboltaliðum út af þessu áhorfendaleysi og öllu sem því tilheyrir en við erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum og það eru nokkrir hlutir í skoðun hjá okkur"
Athugasemdir
banner