Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   fim 06. febrúar 2025 12:45
Enski boltinn
Hvernig myndum við heimfæra þessi ótrúlegu skipti yfir í fótboltann?
Luka Doncic.
Luka Doncic.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappe.
Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Það áttu sér stað risastór skipti í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum þegar Luka Doncic, 25 ára súperstjörnu, var skipt til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Í staðinn fékk Dallas hinn 31 árs gamla Anthony Davis, sem hefur verið einn besti stóri maðurinn í deildinni í fjölda ára, en hann er orðinn 31 árs gamall og meiðslahrjáður.

Í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu var aðeins talað um þessi skipti og ákveðnum pælingum velt upp í tengslum við þau en spurningin sem var lögð var fyrir var í raun: Hvernig útskýrum við þessi skipti fyrir fótboltaaðdáendum sem vita ekkert um körfubolta?

„Ég er búinn að vera með smá pælingu í hausnum um að þetta sé eins og Liverpool myndi skipta Van Dijk fyrir Mbappe," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

„Ég ætla reyndar að setja Van Dijk ofar en Anthony Davis," sagði Magnús Haukur Harðarson og varpaði svo fram sinni pælingu. Hann talaði um gluggann hjá Tottenham þegar Gareth Bale var seldur en þeir keyptu þá nokkra leikmenn og var Christian Eriksen sá sem var bestur þar.

„En taktu Mbappe og ég hugsaði um Robert Lewandowski, þú færð hann í tvö tímabil. Ég held að Anthony Davis hætti innan tveggja ára (eins og kannski Lewandowski). Þetta var mín lending. Ég hugsaði fyrst um Tottenham en það meikaði eiginlega ekkert sens," sagði Magnús.

Haraldur Örn Haraldsson var líka í þættinum og hann sagði: „Eina leiðin sem ég náði að láta þetta meika sens er að blanda tímanum aðeins saman. Þá var ég að hugsa um Real Madrid liðið þar sem Ronaldo og Benzema voru saman. Ronaldo er að verða svolítið gamall en á svolítið eftir (svipað og Lebron James), og svo er Benzema líka þarna svolítið gamall (Davis)."

„Þá blandaði ég tímanum og er að senda Erling Haaland í dag í skiptum fyrir Benzema á þeim tíma," sagði Haraldur.

„Þetta eru skipti sem hefðu ekki einu sinni farið í gegn í NBA 2K tölvuleiknum," sagði Guðmundur Aðalsteinn en eins og áður segir, þá eru þetta ótrúleg skipti.
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Athugasemdir
banner
banner