„Við byrjum fyrri hálfleikinn frábærlega og erum yfir á öllum vígstöðvum á vellinum. Förum inn í hálfleik með mikin mótvind á okkur. Svo komum við út í seinni hálfleik og erum ekki sama liðið.“ Þetta sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari hjá kvennaliði Aftureldingar eftir 3-0 tap gegn Haukum í kvöld á Ásvöllum.
Lestu um leikinn: KR 0 - 4 Keflavík
Spurður um aðstæður á vellinum, þá sérstaklega þann mikla vind sem stóð á mark Hauka í seinni hálfleik sagði hann: „Við náum ekki að nýta [vindinn] alveg nógu mikið í seinni hálfleik. Það sem gerist er að þær fá mjög ódýrt mark og við missum pínu hausinn. Við reynum að koma til baka, fáum tvö ágæt færi en skorum ekki. Svo fara þær í sókn og skora. “
Athugasemdir























