Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 06. júní 2020 15:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Við erum að skoða í kringum okkur
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu gegn FH en liðin áttust við í dag í æfingaleik sem endaði með sigri FH-inga, 5-3. Fjölnir komst 2-0 yfir í leiknum.

„Auðvitað vill maður ekki tapa og við fáum svolítið að mörkum á okkur eftir að líða fer á leikinn og þegar við erum búnir að hræra aðeins í liðinu og þá förum við að leka mörkum og við verðum bara að skoða það og vinna í því, en það voru fínir kaflar í þessu. Fyrri hálfleikur ágætur hjá okkur en vissulega viljum við ekki fá á okkur fimm mörk," sagði Ásmundur

Björn Berg Bryde og Stefan Ljubisic hafa verið orðaðir við Fjölni og spurning hvort félagið ætli að bæta við sig eftir að Bergsveinn Ólafsson hætti óvænt í fótbolta.

„Ég get staðfest það við erum að skoða í kringum okkur og viljum breikka hópinn og skoða hvaða möguleikar eru á þessum íslenska markaði, en hvað verður úr því verður bara að koma í ljós," hafði Ási að segja um leikmannamál Fjölnis.

Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson var á reynslu hjá Fjölni og spilaði í leik gegn HK en hann ristarbrotnaði gegn Grindavík í leik með Fjölni seinustu helgi og spurning hver framtíð hans hjá Fjölni er?

„Við lokum ekkert á það en hann var óheppinn greyið að meiðast gegn Grindavík og er í gipsi. Það tekur smá tíma að koma til baka en við erum ekki búnir að loka á það samt sem áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Þorri Mar ristarbrotinn - Frá í minnst sex vikur
Athugasemdir
banner
banner