Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 06. júní 2020 15:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Við erum að skoða í kringum okkur
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu gegn FH en liðin áttust við í dag í æfingaleik sem endaði með sigri FH-inga, 5-3. Fjölnir komst 2-0 yfir í leiknum.

„Auðvitað vill maður ekki tapa og við fáum svolítið að mörkum á okkur eftir að líða fer á leikinn og þegar við erum búnir að hræra aðeins í liðinu og þá förum við að leka mörkum og við verðum bara að skoða það og vinna í því, en það voru fínir kaflar í þessu. Fyrri hálfleikur ágætur hjá okkur en vissulega viljum við ekki fá á okkur fimm mörk," sagði Ásmundur

Björn Berg Bryde og Stefan Ljubisic hafa verið orðaðir við Fjölni og spurning hvort félagið ætli að bæta við sig eftir að Bergsveinn Ólafsson hætti óvænt í fótbolta.

„Ég get staðfest það við erum að skoða í kringum okkur og viljum breikka hópinn og skoða hvaða möguleikar eru á þessum íslenska markaði, en hvað verður úr því verður bara að koma í ljós," hafði Ási að segja um leikmannamál Fjölnis.

Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson var á reynslu hjá Fjölni og spilaði í leik gegn HK en hann ristarbrotnaði gegn Grindavík í leik með Fjölni seinustu helgi og spurning hver framtíð hans hjá Fjölni er?

„Við lokum ekkert á það en hann var óheppinn greyið að meiðast gegn Grindavík og er í gipsi. Það tekur smá tíma að koma til baka en við erum ekki búnir að loka á það samt sem áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Þorri Mar ristarbrotinn - Frá í minnst sex vikur
Athugasemdir
banner
banner