Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 06. júní 2020 15:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Við erum að skoða í kringum okkur
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu gegn FH en liðin áttust við í dag í æfingaleik sem endaði með sigri FH-inga, 5-3. Fjölnir komst 2-0 yfir í leiknum.

„Auðvitað vill maður ekki tapa og við fáum svolítið að mörkum á okkur eftir að líða fer á leikinn og þegar við erum búnir að hræra aðeins í liðinu og þá förum við að leka mörkum og við verðum bara að skoða það og vinna í því, en það voru fínir kaflar í þessu. Fyrri hálfleikur ágætur hjá okkur en vissulega viljum við ekki fá á okkur fimm mörk," sagði Ásmundur

Björn Berg Bryde og Stefan Ljubisic hafa verið orðaðir við Fjölni og spurning hvort félagið ætli að bæta við sig eftir að Bergsveinn Ólafsson hætti óvænt í fótbolta.

„Ég get staðfest það við erum að skoða í kringum okkur og viljum breikka hópinn og skoða hvaða möguleikar eru á þessum íslenska markaði, en hvað verður úr því verður bara að koma í ljós," hafði Ási að segja um leikmannamál Fjölnis.

Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson var á reynslu hjá Fjölni og spilaði í leik gegn HK en hann ristarbrotnaði gegn Grindavík í leik með Fjölni seinustu helgi og spurning hver framtíð hans hjá Fjölni er?

„Við lokum ekkert á það en hann var óheppinn greyið að meiðast gegn Grindavík og er í gipsi. Það tekur smá tíma að koma til baka en við erum ekki búnir að loka á það samt sem áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Þorri Mar ristarbrotinn - Frá í minnst sex vikur
Athugasemdir
banner
banner