Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   lau 06. júní 2020 15:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Við erum að skoða í kringum okkur
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu gegn FH en liðin áttust við í dag í æfingaleik sem endaði með sigri FH-inga, 5-3. Fjölnir komst 2-0 yfir í leiknum.

„Auðvitað vill maður ekki tapa og við fáum svolítið að mörkum á okkur eftir að líða fer á leikinn og þegar við erum búnir að hræra aðeins í liðinu og þá förum við að leka mörkum og við verðum bara að skoða það og vinna í því, en það voru fínir kaflar í þessu. Fyrri hálfleikur ágætur hjá okkur en vissulega viljum við ekki fá á okkur fimm mörk," sagði Ásmundur

Björn Berg Bryde og Stefan Ljubisic hafa verið orðaðir við Fjölni og spurning hvort félagið ætli að bæta við sig eftir að Bergsveinn Ólafsson hætti óvænt í fótbolta.

„Ég get staðfest það við erum að skoða í kringum okkur og viljum breikka hópinn og skoða hvaða möguleikar eru á þessum íslenska markaði, en hvað verður úr því verður bara að koma í ljós," hafði Ási að segja um leikmannamál Fjölnis.

Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson var á reynslu hjá Fjölni og spilaði í leik gegn HK en hann ristarbrotnaði gegn Grindavík í leik með Fjölni seinustu helgi og spurning hver framtíð hans hjá Fjölni er?

„Við lokum ekkert á það en hann var óheppinn greyið að meiðast gegn Grindavík og er í gipsi. Það tekur smá tíma að koma til baka en við erum ekki búnir að loka á það samt sem áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Þorri Mar ristarbrotinn - Frá í minnst sex vikur
Athugasemdir
banner
banner