Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 06. júní 2022 21:59
Anton Freyr Jónsson
Hörður Björgvin: Mistökin voru að við tókum ekki seinni boltann
Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli. Hörður Björgvin Magnússon var valinn maður leiksins af Fótbolta.net en hann var mjög traustur aftast í liði Íslands.

„Það var svekkelsi að fá markið á okkur í fyrri hálfleik. Það er eins og við þurfum að fá mark á okkur til að komast aftur inn í leikinn og gera einhverjar rósir. Það eru við sem sköpuðum okkur hættulegri færi þannig svekkjandi að hafa ekki tekið sigurinn heim."


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

„Þeir náttúrulega voru búnir að spila eins og handboltamenn, búnir að fara í hornin og miðsvæðið og síðan ná þeir skoti. Ég held að mistökin hafi verið að við tókum ekki seinni boltann sem Rúnar varði. Við þurfum bara að skoða þetta og læra af því." 

Íslenska liðið kom töluvert beittara inn í síðari hálfleikinn og var Hörður Björgvin  spurður hverju liðið hafi breytt inn í síðari hálfleikinn en jöfnunarmarkið kom snemma í síðari hálfleik þegar Jón Dagur Þorsteinsson skoraði með skoti úr teignum.

„Við föttuðum hvernig við áttum að pressa þá, við fengum meiri kraft úr klefanum hvernig við ætluðum að gera þetta. Það komu ferskar lappir inn sem gerðu vel og það breytti heilmiklu í spilinu okkar."



Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner