Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. júní 2023 10:45
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - 11:00 Hareide opinberar íslenska landsliðshópinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ heldur fréttamannafund klukkan 11:00 þar sem rætt verður um leikmannahóp A-landsliðs karla fyrir heimaleiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

Leikurinn gegn Slóvakíu verður laugardaginn 17. júní klukkan 18:45 og á móti Portúgal þann 20. Júní klukkan 18:45. Báðir á Laugardalsvelli.

Á fundinum situr landsliðsþjálfarinn Age Hareide fyrir svörum.

Í dag verður einnig birtur leikmannahópur U21 karla fyrir tvo vináttuleiki í júní, og einnig verður birtur leikmannahópur U19 karla fyrir úrslitakeppni EM, sem fer fram á Möltu í sumar.

Fótbolti.net fylgist með tíðindum dagsins í beinni fréttavakt.

11:23
Fundi er lokið
Síðasta spurningin var um Cristiano Ronaldo og Hareide er spenntur að taka á móti þeim portúgalska.

Segjum þessari lýsingu lokið.

Eyða Breyta
11:20
Hlutverk Jóa Berg
Hareide segist frekar líta á Jóhann Berg Guðmundsson sem miðjumann frekar en kantmann.

Eyða Breyta
11:18
Hareide er hrifinn af eiginleikunum sem Willum Þór Willumsson býr yfir, hann sé tæknilega góður, líkamlega sterkur og geti haldið boltanum. Hann gæti átt bjarta framtíð með landsliðinu.

Eyða Breyta
11:16
Hareide er að skoða leikmenn hér á landi
Hareide hefur verið að mæta á leiki í Bestu deildinni og hann segist vera að skoða leikmenn þar, hann vill þó ekki nefna nein nöfn. Það er enginn í hópnum sem spilar hér á landi.

Eyða Breyta
11:13
Hareide hrifinn af Sverri
Hareide segir að mikilvægt að hafa Sverri Inga Ingason, hann sé mjög traustur varnarmaður. Hann hafi skoðað hann og sé hrifinn af þeim eiginleikum sem hann býr yfir.

Eyða Breyta
11:13
Mikael Anderson tæpur
Mikael Neville Anderson er í hópnum en er tæpur vegna meiðsla. Það þurfi að skoða hann betur. Því sé gott að vera með stóran hóp.

Eyða Breyta
11:11
Hareide segir að það hafi verið strembið að velja hópinn, hann hafi þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir.

Eyða Breyta
11:10
Verður Aron á miðjunni?
Hareide segir að Aron geti spilað báðar stöður, miðvörð og miðjumann, en að í sínum augum sé hann aðallega miðjumaður.

Eyða Breyta
11:07
Hareide talar um að Kristian, leikmaður Ajax, sé spennandi leikmaður sem muni vonandi halda áfram að þroskast og þróast og taka skref upp á við. Hann fái mikla reynslu hjá landsliðinu og muni vonandi brjóta sér inn í aðallið Ajax.

Eyða Breyta
11:06
Hareide er spurður út í það að Davíð Kristján Ólafsson sé ekki í hópnum. Hann segist ekki vilja segja ástæðuna fyrir því af hverju leikmenn séu ekki valdir á þessum fréttamannafundi, hann vilji frekar útskýra það fyrir leikmönnunum.

Eyða Breyta
11:04
Mikilvægt að finna hentugt hlutverk fyrir Albert
Aron Guðmundsson á Vísi spyr út í hlutverk Alberts Guðmundssonar.

Hareide segir að Albert hafi átt virkilega gott tímabil með Genoa. Hann hafi skoðað hann vel á Wyscout og rætt við menn á Ítalíu. Hann sé einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn sem við eigum og mikilvægt sé að finna fyrir hann hlutverk sem hentar vel.

Eyða Breyta
11:03
25 leikmenn valdir
Hareide útskýrir þá ákvörðun að hafa valið 25 leikmenn, segir að hann vilji að hópurinn verði tilbúinn að takast á við skakkaföll. Svo ekki þurfi að kalla til leikmenn sem eru komnir í sumarfrí.

Eyða Breyta
11:02
Hareide biðlar til stuðningsmanna
Age Hareide er mættur og tekur til máls. Hann talar um að liðið þurfi hjálp frá öllum til að ná markmiðum sínum, kallar eftir stuðningi áhorfenda. Þegar best gekk hafi Ísland verið þekkt fyrir öflugan stuðning.

Eyða Breyta
11:00
A: Fjórir yngstu í hópnum
Kristian Nökkvi Hlynsson (2004), Hákon Arnar Haraldsson (2003), Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002).

Eyða Breyta
10:54
A: Fjórir elstu í hópnum
Birkir Bjarnason (1988), Aron Einar Gunnarsson (1989), Alfreð Finnbogason (1989), Jóhann Berg Guðmundsson (1990).

Eyða Breyta
10:54
A: Birkir Bjarna snýr aftur og Albert er í hópnum





Eyða Breyta
10:51
A: Kristian og Willum í hópnum hjá Hareide


Hareide tilkynnti í dag 25 manna hóp fyrir komandi leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM.

Það vekur athygli að Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, er í hópnum í fyrsta sinn. Willum Þór Willumsson, leikmaður GA Eagles, er einnig í hópnum.

Eyða Breyta
10:50
U19: Kristian og Orri ekki með - Kristian í A-landsliðinu
Tvær stærstu stjörnur liðsins, Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson, eru ekki með U19 liðinu. Orri er að glíma við meiðsli og Kristian fékk ekki leyfi frá Ajax til að fara.

Fimm leikmenn frá Stjörnunni fara með og þá eru fjórir leikmenn frá erlendum félagsliðum, þar á meðal Daníel Tristan Guðjohnsen. Daníel er leikmaður Malmö í Svíþjóð en hann lék í gær sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni.

Eyða Breyta
10:48
A-landslið karla
Hópurinn:
Elías Rafn Ólafsson – 2000 – 4 leikir – 0 mörk
Rúnar Alex Rúnarsson – 1995 – 22 leikir – 0 mörk
Hákon Rafn Valdimarsson – 2001 – 4 leikir – 0 mörk
Hörður Björgvin Magnússon – 1993 – 46 leikir – 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson – 1995 – 13 leikir – 0 mörk
Sverrir Ingi Ingason – 1993 – 40 leikir – 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – 1991 – 34 leikir – 1 mark
Alfons Sampsted – 1998 – 15 leikir – 0 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson – 2001 – 5 leikir – 0 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson – 1990 – 84 leikir – 8 mörk
Birkir Bjarnason – 1988 – 113 leikir – 15 mörk
Aron Einar Gunnarsson – 1989 – 101 leikur – 5 mörk
Arnór Ingvi Traustason – 1993 – 46 leikir – 5 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson – 2003 – 18 leikir – 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason – 2000 – 16 leikir – 2 mörk
Mikael Neville Anderson 1998 – 20 leikir – 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – 1998 – 26 leikir – 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – 2003 – 9 leikir – 1 mark
Kristian Nökkvi Hlynsson – 2004
Albert Guðmundsson – 1997 – 33 leikir – 6 mörk
Willum Þór Willumsson – 1998 – 1 leikur - 0 mörk
Mikael Egill Ellertsson – 2002 – 12 leikir – 1 mark
Arnór Sigurðsson – 1999 – 27 leikir – 2 mörk
Sævar Atli Magnússon – 2000 – 2 leikir – 0 mörk
Alfreð Finnbogason – 1989 – 65 leikir – 15 mörk

Eyða Breyta
10:47
U21 hópurinn sem fer í vináttulandsleiki
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla herfur valið hóp sem mætir Austurríki þann 16. júní og Ungverjalandi 19. júní í vináttuleikjum. Leikirnir fara fram á Stadion Wiener Neustadt í Austurríki og Bozsik Aréna í Ungverjalandi.

Hópurinn

Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Adam Ingi Benediktssonv - Gautaborg
Róbert Orri Þorkelsson - Montreal
Jakob Franz Pálsson - KR
Andi Hoti - Leiknir R
Valgeir Valgeirsson - Örebro
Ólafur Guðmundsson - FH
Andri Fannar Baldursson - NEC
Kristall Máni Ingason - Rosenborg
Kristófer Jónsson - Venezia
Orri Hrafn Kjartansson - Valur
Danijel Dejan Djuric - Víkingur
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan
Ari Sigurpálsson - Víkingur
Úlfur Ágúst Björnsson - FH
Andri Lucas Guðjohnsen - Norköpping
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Óskar Borgþórsson - Fylkir
Oliver Stefánsson - Breiðablik
Örvar Logi Örvarsson - Stjarnan

Eyða Breyta
10:46
U19 hópurinn fyrir lokakeppni EM
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem spilar fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 á Möltu dagana 3. - 16. júlí. Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.

Hópurinn
Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik
Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland
Logi Hrafn Róbertsson FH
Halldór Snær Georgsson Fjölnir
Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta
Arnar Númi Gíslason Grótta
Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim
Haukur Andri Haraldsson ÍA
Ásgeir Orri Magnússon Keflavík
Jóhannes Kristinn Bjarnason KR
Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF
Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss
Adolf Daði Birgisson Stjarnan
Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan
Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö
Hlynur Freyr Karlsson Valur
Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak.

Eyða Breyta
10:35
Hóparnir þrír verða opinberaðir klukkan 10:45
Tíu mínútur í þetta...

Eyða Breyta
10:25
Endurbætt aðstaða


Það er búið að hressa upp á fréttamannafundaraðstöðu Laugardalsvalla á 'Teppinu'. Sviðið er klárt fyrir fréttamannfund dagsins.

Eyða Breyta
10:02
CR7 á Laugardalsvelli
Svona er portúgalski hópurinn:

Ronaldo á leiðinni á Laugardalsvöll - Fimm frá Manchester




Eyða Breyta
08:30
Smá hlé
Tökum okkur smá hlé frá þessari lýsingu, þar til nær fer að draga fréttamannafundinum...

Eyða Breyta
08:25
A: Alfreð og Sævar í hópnum


Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby greinir frá því í samtali við mbl.is að tveir af þremur íslenskum leikmönnum danska úrvalsdeildarliðsins séu í landsliðshópnum. Það eru þeir Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon.

Freyr var annars í hlaðvarpsviðtali við Fótbolta.net í gær og óhætt að mæla með hlustun.

Eyða Breyta
08:20
A: „Vonandi verður sumarið geggjað og við náum í sex stig“


Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði mun leika sína fyrstu leiki á Laugardalsvelli síðan 2020. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í síðasta mánuði.

„Ég hef alltaf sagt það að ég hef lifað fyrir landsliðið og fótboltaferillinn mikið snúist um landsliðið. Það var alltaf planið hjá mér að koma til baka og sýna úr hverju ég er gerður og hjálpa liðinu. Eins og við vitum öll þá hafa kynslóðaskiptin tekið smá tíma. Það er gott að hafa reynslumikla menn til staðar," segir Aron.

Ísland hefur spilað tvo leiki í undankeppninni. Aron var í banni í 0-3 tapi í Bosníu en skoraði svo þrennu í 7-0 sigri gegn Liechtenstein.

„Ég hefði verið mega til í að spila þennan Bosníuleik. Það var ömurlegt að vera uppi í stúku. Það er svo auðvelt að sitja þar og sjá hvað er í gangi, hvað er að fara úrskeiðis. Ég sjálfur hefði reynt að skipuleggja þetta einhvern veginn öðruvísi ef ég hefði verið inná, með varnarleikinn. Það er vissulega gott að vera vitur eftirá en það voru ýmsir hlutir sem maður sá upp í stúku og var pirraður yfir að geta ekki lagað sjálfur."

Spenntur fyrir þeim breytingum sem hann ætlar að koma með
Eftir þann landsleikjaglugga urðu þjálfaraskipti. Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við liðinu og er Aron spenntur fyrir hans hugmyndum.

„Ég þekkti hann ekki fyrir en hafði talað við Kára (Árnason) og spurt út í hann. Ég átti gott spjall við Age eftir fyrsta blaðamannafundinn hans og það var virkilega gott spjall. Ég er spenntur fyrir þeim breytingum sem hann ætlar að koma með, en auðvitað er þetta úrslitatengt. Hann þarf að ná í úrslit. Það er það sem hann þarf fyrst og fremst að einbeita sér að," segir Aron.

„Hann ætlar að endurskipuleggja varnarleikinn. Hann ætlar að leita í gömlu gildin sem hafa virkað fyrir okkur áður og vonandi virkar það áfram. Það þarf samt smá tíma til að venjast nýjum þjálfara en gott að við ætlum að byrja saman aðeins fyrr."

Þurfum að búa til þessa gryfju aftur
Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í dag, ellefu dögum fyrir leikinn gegn Slóvökum.

„Ég hlakka til að mæta á fyrstu æfingu 6. júní. Vonandi verður sumarið geggjað og við náum í sex stig. Okkur líður vel hérna á sumrin," segir Aron.

„Það var alveg vitað fyrir þessa keppni að við þurfum að vinna þessa leiki heima. Þetta eru liðin sem við verðum vonandi í baráttu við um þetta fræga sætið. Ef við erum raunsæir þá reiknum við með því að Portúgal taki fyrsta sætið. Við þurfum að vinna þessa heimaleiki og búa til þessa gryfju aftur."

Eyða Breyta
08:15
U19: Orri Steinn ekki með
Fótbolti.net hefur fengið það staðfest að Orri Steinn Óskarsson verður ekki í U19 hópnum. Orri glímir við meiðsli sem halda honum fjarri vellinum í bili. Meiðslin eru þó ekki alvarleg en FCK vill ekki taka neina sénsa með framherjann. Orri var markahæstur í undankeppninni fyrir EM í sumar.

Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður Ajax í Hollandi, hann var í stóru hlutverki í vetur hjá varaliði félagsins og aðeins viðloðinn aðalliðið. Undirbúningstímabilið hjá Ajax skarast á við lokakeppnina hjá U19 og því talið ólíklegt að Ajax hleypi leikmanninum í verkefnið.

Lestu nánar um málið

Eyða Breyta
08:12
U19: Miðasala á lokakeppni EM hafin

Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U19 landsliðsins.

Lokakeppni EM U19 karla fer fram á Möltu dagana 3. - 16. júlí. Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.

Miðasala á alla leiki mótsins er hafin og má tryggja sér miða á leiki íslands á heimasíðu maltneska fótboltasambandsins.

Eyða Breyta
08:09
U21: Tveir vináttulandsleikir framundan

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins

Í dag verður einnig birtur leikmannahópur U21 karla fyrir tvo vináttuleiki. U21 mætir Austurríki í vináttuleik þann 16. júní ytra. Leikið verður á Stadion Wiener Neustadt. Frá Austurríki mun liðið færa sig yfir til Ungverjalands þar sem það mætir heimamönnum þann 19. júní.

Eyða Breyta
08:04
A: Hvernig verður hópurinn?
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, skrifaði pistil í gær þar sem hann setti saman landsliðshópinn eins og hann myndi sjálfur hafa hann.

Smelltu hér til að skoða pistilinn

Heyrst hefur að Hareide muni velja stóran æfingahóp og skera hann svo niður.

Eyða Breyta
08:01
A: Fyrsti landsliðshópur Hareide
Þetta verður fyrsti landsliðshópur Norðmannsins Age Hareide eftir að hann tók við liðinu og verður áhugavert að sjá hvort hann geri miklar breytingar.

Hann hefur nú þegar gefið það út að Aron Einar Gunnarsson og Albert Guðmundsson verði í hópnum.

Leikurinn gegn Slóvakíu verður laugardaginn 17. júní klukkan 18:45 og á móti Portúgal þann 20. Júní klukkan 18:45. Báðir á Laugardalsvelli.

Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM. Ísland tapaði gegn Bosníu í fyrsta glugganum en rúllaði síðan yfir Liechtenstein. Leikurinn gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn verður sérstaklega mikilvægur.



Eyða Breyta
07:56
Velkomin með okkur á vaktina!
Góðan og gleðilegan daginn! Áður en kemur að fréttamannafundinum, sem hefst klukkan 11:00, skulum við rifja upp helstu landsliðstíðindin.



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner