Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. september 2020 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: 21 mark skorað í tveimur leikjum
Úr leik hjá Álafossi og Snæfelli fyrr í sumar.
Úr leik hjá Álafossi og Snæfelli fyrr í sumar.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Kría er búið að vinna D-riðilinn.
Kría er búið að vinna D-riðilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru fram tveir leikir í 4. deild karla í dag og klæddu menn sig í markaskóna.

Álafoss rústaði Snæfelli, 10-1, í B-riðli. Ægir Örn Snorrason skoraði þrennu og Magnús Aron Sigurðsson tvennu fyrir Álafoss í þessum risasigri.

Álafoss er með sjö stig í sjötta sæti B-riðils og Snæfell er með eitt stig í sjöunda og neðsta sætinu.

Í D-riðli vann Kría 6-4 sigur á Herði Ísafirði. Með sigrinum tryggði Kría sér sigur í riðlinum en liðið er með 33 stig eftir 13 leiki. Hörður er með sjö stig í sjöunda sæti.

B-riðill:
Álafoss 10 - 1 Snæfell
1-0 Ægir Örn Snorrason ('5)
2-0 Ægir Örn Snorrason ('9)
3-0 Ægir Örn Snorrason ('12)
4-0 Patrekur Helgason ('15)
5-0 Jóel Magnússon ('21)
6-0 Tómas Atli Björnsson ('25)
6-1 Julio C. Fernandez De La Rosa ('30, víti)
7-1 Magnús Aron Sigurðsson ('59)
8-1 Aron Elfar Jónsson ('81)
9-1 Magnús Aron Sigurðsson ('83)
10-1 Hallur Kristján Ásgeirsson ('90)

D-riðill:
Kría 6 - 4 Mídas
0-1 Sigurður Arnar Hannesson ('16)
1-1 Jóhannes Hilmarsson ('21, víti)
2-1 Jóhannes Hilmarsson ('24)
3-1 Agnar Guðjónsson ('26)
4-1 Júlí Karlsson ('31)
5-1 Pétur Már Harðarson ('42)
5-2 Sigurður Arnar Hannesson ('47)
5-3 Sigurður Arnar Hannesson ('56)
6-3 Fannar Freyr Ómarsson ('59)
6-4 Sigurður Arnar Hannesson ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner