PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   sun 06. september 2020 16:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Eiður Ben: Hefðum viljað skora fleiri
Kvenaboltinn
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í dag en Eiður Ben, þjálfari Vals var einna helst ánægður með þrjú stigin sem hans lið tók meðferðis úr leiknum.

„Bara fyrst og fremst ánægður með að ná í þrjú stig. Við erum í erfiðu prógrammi núna. Gott að halda hreinu og skora fjögur mörk. Auðvitað hefðum við viljað skora fleiri mörk en fjögur er bara flott og góð þrjú stig.“


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

Lið Vals skapaði sér urmul af góðum færum í seinni hálfleik og stöðurnar sem liðið skapaði sér í síðari hálfleik hefðu átt að skila sér í fleiri mörkum en einu. Eiður var spurður að því hvort þeir Pétur hefðu hreinlega bannað leikmönnum að skjóta í seinni hálfleik.

„Við vorum að reyna að ná 10 sendingum áður en það mátti skjóta,“ sagði Eiður og brosti. „Þær voru líka bara góðar, þéttar og erfitt að brjóta þær aftur.“

Breiðablik og Valur eru efstu liðin í deildinni og virðast engin önnur lið standa þeim nærri, er Valur ekki alltaf að horfa til toppliðsins?

„Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um að halda góðum takti í liðinu bæði sóknarlega og varnarlega. Fara alltaf í hvern einasta leik og ekki vera að hugsa um annan. Taka einn leik fyrir í einu eins og gömul klisja segir.“

„Jújú, við horfum alltaf á Blikana sko. Við eigum þannig lagað harma að hefna í þeim leik og þurftum á þeim tímapunkti að laga spilamennskuna okkar. Við eigum erfiðan leik gegn Selfoss, töpuðum fyrir þeim í Mjólkurbikarnum og viljum klára þær í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir