Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 06. september 2020 16:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Eiður Ben: Hefðum viljað skora fleiri
Kvenaboltinn
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í dag en Eiður Ben, þjálfari Vals var einna helst ánægður með þrjú stigin sem hans lið tók meðferðis úr leiknum.

„Bara fyrst og fremst ánægður með að ná í þrjú stig. Við erum í erfiðu prógrammi núna. Gott að halda hreinu og skora fjögur mörk. Auðvitað hefðum við viljað skora fleiri mörk en fjögur er bara flott og góð þrjú stig.“


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

Lið Vals skapaði sér urmul af góðum færum í seinni hálfleik og stöðurnar sem liðið skapaði sér í síðari hálfleik hefðu átt að skila sér í fleiri mörkum en einu. Eiður var spurður að því hvort þeir Pétur hefðu hreinlega bannað leikmönnum að skjóta í seinni hálfleik.

„Við vorum að reyna að ná 10 sendingum áður en það mátti skjóta,“ sagði Eiður og brosti. „Þær voru líka bara góðar, þéttar og erfitt að brjóta þær aftur.“

Breiðablik og Valur eru efstu liðin í deildinni og virðast engin önnur lið standa þeim nærri, er Valur ekki alltaf að horfa til toppliðsins?

„Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um að halda góðum takti í liðinu bæði sóknarlega og varnarlega. Fara alltaf í hvern einasta leik og ekki vera að hugsa um annan. Taka einn leik fyrir í einu eins og gömul klisja segir.“

„Jújú, við horfum alltaf á Blikana sko. Við eigum þannig lagað harma að hefna í þeim leik og þurftum á þeim tímapunkti að laga spilamennskuna okkar. Við eigum erfiðan leik gegn Selfoss, töpuðum fyrir þeim í Mjólkurbikarnum og viljum klára þær í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner