Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 06. september 2020 16:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Eiður Ben: Hefðum viljað skora fleiri
Kvenaboltinn
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í dag en Eiður Ben, þjálfari Vals var einna helst ánægður með þrjú stigin sem hans lið tók meðferðis úr leiknum.

„Bara fyrst og fremst ánægður með að ná í þrjú stig. Við erum í erfiðu prógrammi núna. Gott að halda hreinu og skora fjögur mörk. Auðvitað hefðum við viljað skora fleiri mörk en fjögur er bara flott og góð þrjú stig.“


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

Lið Vals skapaði sér urmul af góðum færum í seinni hálfleik og stöðurnar sem liðið skapaði sér í síðari hálfleik hefðu átt að skila sér í fleiri mörkum en einu. Eiður var spurður að því hvort þeir Pétur hefðu hreinlega bannað leikmönnum að skjóta í seinni hálfleik.

„Við vorum að reyna að ná 10 sendingum áður en það mátti skjóta,“ sagði Eiður og brosti. „Þær voru líka bara góðar, þéttar og erfitt að brjóta þær aftur.“

Breiðablik og Valur eru efstu liðin í deildinni og virðast engin önnur lið standa þeim nærri, er Valur ekki alltaf að horfa til toppliðsins?

„Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um að halda góðum takti í liðinu bæði sóknarlega og varnarlega. Fara alltaf í hvern einasta leik og ekki vera að hugsa um annan. Taka einn leik fyrir í einu eins og gömul klisja segir.“

„Jújú, við horfum alltaf á Blikana sko. Við eigum þannig lagað harma að hefna í þeim leik og þurftum á þeim tímapunkti að laga spilamennskuna okkar. Við eigum erfiðan leik gegn Selfoss, töpuðum fyrir þeim í Mjólkurbikarnum og viljum klára þær í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner