Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 06. september 2020 16:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Eiður Ben: Hefðum viljað skora fleiri
Kvenaboltinn
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í dag en Eiður Ben, þjálfari Vals var einna helst ánægður með þrjú stigin sem hans lið tók meðferðis úr leiknum.

„Bara fyrst og fremst ánægður með að ná í þrjú stig. Við erum í erfiðu prógrammi núna. Gott að halda hreinu og skora fjögur mörk. Auðvitað hefðum við viljað skora fleiri mörk en fjögur er bara flott og góð þrjú stig.“


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

Lið Vals skapaði sér urmul af góðum færum í seinni hálfleik og stöðurnar sem liðið skapaði sér í síðari hálfleik hefðu átt að skila sér í fleiri mörkum en einu. Eiður var spurður að því hvort þeir Pétur hefðu hreinlega bannað leikmönnum að skjóta í seinni hálfleik.

„Við vorum að reyna að ná 10 sendingum áður en það mátti skjóta,“ sagði Eiður og brosti. „Þær voru líka bara góðar, þéttar og erfitt að brjóta þær aftur.“

Breiðablik og Valur eru efstu liðin í deildinni og virðast engin önnur lið standa þeim nærri, er Valur ekki alltaf að horfa til toppliðsins?

„Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um að halda góðum takti í liðinu bæði sóknarlega og varnarlega. Fara alltaf í hvern einasta leik og ekki vera að hugsa um annan. Taka einn leik fyrir í einu eins og gömul klisja segir.“

„Jújú, við horfum alltaf á Blikana sko. Við eigum þannig lagað harma að hefna í þeim leik og þurftum á þeim tímapunkti að laga spilamennskuna okkar. Við eigum erfiðan leik gegn Selfoss, töpuðum fyrir þeim í Mjólkurbikarnum og viljum klára þær í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner