Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 06. september 2020 16:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Eiður Ben: Hefðum viljað skora fleiri
Kvenaboltinn
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Eiður Ben, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í dag en Eiður Ben, þjálfari Vals var einna helst ánægður með þrjú stigin sem hans lið tók meðferðis úr leiknum.

„Bara fyrst og fremst ánægður með að ná í þrjú stig. Við erum í erfiðu prógrammi núna. Gott að halda hreinu og skora fjögur mörk. Auðvitað hefðum við viljað skora fleiri mörk en fjögur er bara flott og góð þrjú stig.“


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

Lið Vals skapaði sér urmul af góðum færum í seinni hálfleik og stöðurnar sem liðið skapaði sér í síðari hálfleik hefðu átt að skila sér í fleiri mörkum en einu. Eiður var spurður að því hvort þeir Pétur hefðu hreinlega bannað leikmönnum að skjóta í seinni hálfleik.

„Við vorum að reyna að ná 10 sendingum áður en það mátti skjóta,“ sagði Eiður og brosti. „Þær voru líka bara góðar, þéttar og erfitt að brjóta þær aftur.“

Breiðablik og Valur eru efstu liðin í deildinni og virðast engin önnur lið standa þeim nærri, er Valur ekki alltaf að horfa til toppliðsins?

„Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um að halda góðum takti í liðinu bæði sóknarlega og varnarlega. Fara alltaf í hvern einasta leik og ekki vera að hugsa um annan. Taka einn leik fyrir í einu eins og gömul klisja segir.“

„Jújú, við horfum alltaf á Blikana sko. Við eigum þannig lagað harma að hefna í þeim leik og þurftum á þeim tímapunkti að laga spilamennskuna okkar. Við eigum erfiðan leik gegn Selfoss, töpuðum fyrir þeim í Mjólkurbikarnum og viljum klára þær í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir