Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 06. desember 2019 11:04
Magnús Már Einarsson
Chelsea ekki lengur í félagaskiptabanni (Staðfest)
Geta keypt í janúar
Chelsea getur keypt leikmenn á nýjan leik í janúar eftir að félagaskiptabanni félagsins var aflétt í dag.

Chelsea var dæmt í félagaskiptabann í tvo félagaskiptaglugga í febrúar síðastliðnum eftir að hafa brotið reglur um samninga við unga leikmenn.

Síðastliðið sumar mátti Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í hópinn vegna bannsins.

Íþróttadómstóll Evrópu tók áfrýjun Chelsea fyrir í dag og mildaði refsinguna niður í bann í einn félagaskiptaglugga. Það þýðir að Chelsea er ekki lengur í félagaskiptabanni.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, getur því styrkt leikmannahóp sinn í janúar ef hann vill.
Athugasemdir
banner