Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
   fös 06. desember 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Miðjumaðurinn Oliver varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar en er nú kominn í öðruvísi verkefni í Mosfellsbænum.

„Mér líður æðislega, mér finnst þetta fara mér vel og mér líður vel í búningnum," sagði Oliver þegar hann var spurður að því hvernig honum liði í rauðu. Hann segist hafa orðið mikill jólakall þegar hann eignaðist börn og það var jólastemning í Hlégarði.

„Það er gríðarleg stemning og maður sér strax hversu sterkir sjálfboðaliðar og stuðningsmenn eru hérna. Fólk er spennt. Ég hef aldrei spilað með öðru liði en Breiðablik á Íslandi. Það er tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum klefa. Ég hlakka ótrúlega til að takast á við skemmtilegar áskoranir."

„Báðir bræður mínir hafa spilað hérna, þó miðjubróðirinn hafi bara leikið einn leik þá var hann hér. Rannver eldri bróðir minn á fullt af leikjum hér og ég hef oft komið hingað á völlinn. Ég fæ samt ekki vonandi eins mörg rauð spjöld og hann fékk," segir Oliver kíminn.

„Maður fær gæsahúð þegar maður hugsar um að fara út á völlinn með Aftureldingu í fyrsta sinn í efstu deild. Fiðringurinn í maganum er rosalegur að fá að taka þátt í þessu verkefni."

Í viðtalinu ræðir Oliver nánar um komandi tímabil í Bestu deildinni, yfirlýsingu Aftureldingar og hvernig það verður að spila gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner