Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fös 06. desember 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Miðjumaðurinn Oliver varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar en er nú kominn í öðruvísi verkefni í Mosfellsbænum.

„Mér líður æðislega, mér finnst þetta fara mér vel og mér líður vel í búningnum," sagði Oliver þegar hann var spurður að því hvernig honum liði í rauðu. Hann segist hafa orðið mikill jólakall þegar hann eignaðist börn og það var jólastemning í Hlégarði.

„Það er gríðarleg stemning og maður sér strax hversu sterkir sjálfboðaliðar og stuðningsmenn eru hérna. Fólk er spennt. Ég hef aldrei spilað með öðru liði en Breiðablik á Íslandi. Það er tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum klefa. Ég hlakka ótrúlega til að takast á við skemmtilegar áskoranir."

„Báðir bræður mínir hafa spilað hérna, þó miðjubróðirinn hafi bara leikið einn leik þá var hann hér. Rannver eldri bróðir minn á fullt af leikjum hér og ég hef oft komið hingað á völlinn. Ég fæ samt ekki vonandi eins mörg rauð spjöld og hann fékk," segir Oliver kíminn.

„Maður fær gæsahúð þegar maður hugsar um að fara út á völlinn með Aftureldingu í fyrsta sinn í efstu deild. Fiðringurinn í maganum er rosalegur að fá að taka þátt í þessu verkefni."

Í viðtalinu ræðir Oliver nánar um komandi tímabil í Bestu deildinni, yfirlýsingu Aftureldingar og hvernig það verður að spila gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner