Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 06. desember 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Miðjumaðurinn Oliver varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar en er nú kominn í öðruvísi verkefni í Mosfellsbænum.

„Mér líður æðislega, mér finnst þetta fara mér vel og mér líður vel í búningnum," sagði Oliver þegar hann var spurður að því hvernig honum liði í rauðu. Hann segist hafa orðið mikill jólakall þegar hann eignaðist börn og það var jólastemning í Hlégarði.

„Það er gríðarleg stemning og maður sér strax hversu sterkir sjálfboðaliðar og stuðningsmenn eru hérna. Fólk er spennt. Ég hef aldrei spilað með öðru liði en Breiðablik á Íslandi. Það er tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum klefa. Ég hlakka ótrúlega til að takast á við skemmtilegar áskoranir."

„Báðir bræður mínir hafa spilað hérna, þó miðjubróðirinn hafi bara leikið einn leik þá var hann hér. Rannver eldri bróðir minn á fullt af leikjum hér og ég hef oft komið hingað á völlinn. Ég fæ samt ekki vonandi eins mörg rauð spjöld og hann fékk," segir Oliver kíminn.

„Maður fær gæsahúð þegar maður hugsar um að fara út á völlinn með Aftureldingu í fyrsta sinn í efstu deild. Fiðringurinn í maganum er rosalegur að fá að taka þátt í þessu verkefni."

Í viðtalinu ræðir Oliver nánar um komandi tímabil í Bestu deildinni, yfirlýsingu Aftureldingar og hvernig það verður að spila gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner