Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 06. desember 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Miðjumaðurinn Oliver varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar en er nú kominn í öðruvísi verkefni í Mosfellsbænum.

„Mér líður æðislega, mér finnst þetta fara mér vel og mér líður vel í búningnum," sagði Oliver þegar hann var spurður að því hvernig honum liði í rauðu. Hann segist hafa orðið mikill jólakall þegar hann eignaðist börn og það var jólastemning í Hlégarði.

„Það er gríðarleg stemning og maður sér strax hversu sterkir sjálfboðaliðar og stuðningsmenn eru hérna. Fólk er spennt. Ég hef aldrei spilað með öðru liði en Breiðablik á Íslandi. Það er tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum klefa. Ég hlakka ótrúlega til að takast á við skemmtilegar áskoranir."

„Báðir bræður mínir hafa spilað hérna, þó miðjubróðirinn hafi bara leikið einn leik þá var hann hér. Rannver eldri bróðir minn á fullt af leikjum hér og ég hef oft komið hingað á völlinn. Ég fæ samt ekki vonandi eins mörg rauð spjöld og hann fékk," segir Oliver kíminn.

„Maður fær gæsahúð þegar maður hugsar um að fara út á völlinn með Aftureldingu í fyrsta sinn í efstu deild. Fiðringurinn í maganum er rosalegur að fá að taka þátt í þessu verkefni."

Í viðtalinu ræðir Oliver nánar um komandi tímabil í Bestu deildinni, yfirlýsingu Aftureldingar og hvernig það verður að spila gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner