Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
   fös 06. desember 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Rannver, bróðir Olivers, lék með Aftureldingu 2007-2009. Vekjum athygli á því að ljósmyndari þessarar myndar er þjálfari Aftureldingar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Miðjumaðurinn Oliver varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar en er nú kominn í öðruvísi verkefni í Mosfellsbænum.

„Mér líður æðislega, mér finnst þetta fara mér vel og mér líður vel í búningnum," sagði Oliver þegar hann var spurður að því hvernig honum liði í rauðu. Hann segist hafa orðið mikill jólakall þegar hann eignaðist börn og það var jólastemning í Hlégarði.

„Það er gríðarleg stemning og maður sér strax hversu sterkir sjálfboðaliðar og stuðningsmenn eru hérna. Fólk er spennt. Ég hef aldrei spilað með öðru liði en Breiðablik á Íslandi. Það er tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum klefa. Ég hlakka ótrúlega til að takast á við skemmtilegar áskoranir."

„Báðir bræður mínir hafa spilað hérna, þó miðjubróðirinn hafi bara leikið einn leik þá var hann hér. Rannver eldri bróðir minn á fullt af leikjum hér og ég hef oft komið hingað á völlinn. Ég fæ samt ekki vonandi eins mörg rauð spjöld og hann fékk," segir Oliver kíminn.

„Maður fær gæsahúð þegar maður hugsar um að fara út á völlinn með Aftureldingu í fyrsta sinn í efstu deild. Fiðringurinn í maganum er rosalegur að fá að taka þátt í þessu verkefni."

Í viðtalinu ræðir Oliver nánar um komandi tímabil í Bestu deildinni, yfirlýsingu Aftureldingar og hvernig það verður að spila gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner