Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 07. janúar 2022 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búið að fresta æfingamótinu sem KA og Víkingur áttu að taka þátt í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og KA áttu að taka þátt í skandinavísku æfingamóti, Scandinavian League, á Alicante seinna í þessum mánuði. Mótinu hefur verið frestað og er það vegna fjölda smita á Spáni.

Smittíðnin þar er há og sáu mótshaldarar ekki fyrir sér að hægt væri að halda mótið á þessum tíma.

„Þeir sem hafa umsjón með mótinu ætla að finna nýja dagsetningu þar sem öll liðin geta tekið þátt."

Segir í tilkynningunni og tekið fram að ekki yrði leikið á sama tíma og leikið er í deildar-, bikar- og Evrópukeppnum.


Athugasemdir
banner
banner