Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Goyo Benito er fallinn frá
Mynd: Real Madrid
Goyo Benito, goðsögn hjá Real Madrid og fyrrum landsliðsmaður Spánar, er látinn.

Benito lék sem miðvörður og spilaði í sextán ár fyrir Real Madrid og var einnig partur af spænska landsliðinu í sjö ár.

Gamlar knattspyrnustjörnur hafa verið að falla frá síðustu daga en í tilfelli Benito er ekki hægt að skella sökinni á kórónuveiruna. Hann hefur verið að berjast við erfiðan sjúkdóm í meira en áratug.

Benito vann spænsku deildina sex sinnum og bikarinn fimm sinnum en tókst aldrei að vinna Evrópukeppni, heldur endaði Real í öðru sæti eftir tap gegn Liverpool 1981.

„Real Madrid fjölskyldan er komin saman til að syrgja og minnast eins af bestu varnarmönnum í sögu félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner