Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um enska boltann, er spámaður umferðarinnar. Hann stefnir á að hirða toppsætið, eða allavega gera betur en Jason Daði sem var með þrjá rétta um síðustu helgi.
Manchester United 3 - 0 Everton (á morgun 11:30)
Gengi Everton hefur verið upp og ofan síðan Sean Dyche tók við liðinu en ég get ekki sagt að ég búist við miklu af þeim hérna. United unnu sinn fyrsta deildarleik í mánuð á miðvikudaginn eftir að hafa verið í týndir í röffinu eftir 7-0 tapið gegn Liverpool, en þeir töpuðu einmitt 7-0 í þeim leik gegn Liverpool, á heimavelli Liverpool þar sem lokatölurnar voru 7-0 fyrir Liverpool gegn Manchester United.
Aston Villa 2 - 0 Nottingham Forest (á morgun 14)
Villa eru búnir að vera vaxandi afl í deildinni síðan Unai Emery tók við liðinu og eru komnir í baráttu um Evrópusætin á meðan Forest-liðar róa lífróður í fallbaráttunni. Steve Cooper stjóri Forest fékk koss dauðans frá eiganda félagsins í vikunni, sem boðar aldrei gott. Ég sé lítið annað í spilunum en að gott gengi heimamanna haldi áfram.
Brentford 2 - 1 Newcastle United (á morgun 14)
Einn af áhugaverðari leikjum helgarinnar hér á ferð. Newcastle eru komnir aftur á blússandi siglingu eftir hikst í kringum úrslitaleik Deildarbikarsins og virðast líklegir til að tryggja sér Meistaradeildarsæti, og mögulega að hirða þriðja sætið í deildinni af Manchester United, sem þeim röndóttu myndi ekki leiðast. Brentford eru hins vegar með Vilhelm Neto á meðal sinna stuðningsmanna og það mun gera gæfumuninn hér. 2-1 fyrir Brentford og Villi Neto fer mikinn á samfélagsmiðlum.
Fulham 1 - 2 West Ham (á morgun 14)
Fulham voru spútniklið tímabilsins þar til marsmánuður gekk í garð. Þá fór allt í skrúfuna, þeir steinlágu fyrir Arsenal og svo kom þessi leikur á Old Trafford sem kostaði þá Mitrovic og Marco Silva löng leikbönn. Þeir töpuðu fyrir Bournemouth í síðasta leik og virðast vera alveg úti á túni þessa dagana. West Ham eru búnir að vera eitt mesta vonbrigðalið tímabilsins og pressan á þeim er þung að dragast ekki niður í botnsætin svo ég held að Hamrarnir hafi seiglusigur að hætti David Moyes hér.
Leicester City 0 - 0 Bournemouth (á morgun 14)
Refirnir frá Leicester hafa verið hörmulegir í allan vetur og kvöddu Brendan Rodgers um síðustu helgi. Hann var vel liðinn þar en breytingin var óumflýjanleg, þeir eru núna næstneðstir í deildinni og tveimur stigum á eftir Bournemouth í næsta sæti fyrir ofan. Þetta er einfaldlega alvöru fallslagur, Leicester þurfa að sýna lífsmark eftir þjálfarabreytinguna á meðan Bournemouth hafa unnið tvo af síðustu fjórum og gefið sér séns í botnbaráttunni. Leicester eru með lélegasta heimavallarárangur deildarinnar í ár, hafa bara unnið 3 af 14 heimaleikjum, á meðan Bournemouth hafa bara unnið 2 af 14 útileikjum. Steindautt 0-0 jafntefli.
Tottenham Hotspur 3 - 2 Brighton & Hove Albion (á morgun 14)
Annar af áhugaverðustu leikjum helgarinnar. Tottenham eru ennþá í bullandi séns á Meistaradeildarsæti en þurfa að rétta úr kútnum og það strax eftir að Antonio Conte hætti með liðið. Brighton er eitt af heitustu liðum deildarinnar og væri sennilega lið ársins að mati undirritaðs ef Arsenal ættu þá nafnbót ekki skuldlaust þegar þetta er ritað. Brighton er frábærlega þjálfað lið og klúbbur með umgjörð og skipulag sem prýði er af, sem verður seint sagt um Tottenham. Spursarar eru hins vegar á heimavelli sem ætti að gefa þeim smá innspýtingu. Þetta eru áþekk lið að flestu leiti en í liði Spurs er leikmaður sem gerir oft gæfumuninn og mun enn á ný stíga hér upp. 3-2 fyrir Spurs, Harry Kane með þrennu.
Wolverhampton Wanderers 0 - 1 Chelsea (á morgun 14)
Ég ætla ekki að eyða orðum í þennan leik. Hvorugt liðið kann að skora mark og ef annað liðið nær að hnoða inn sigurmarki verður það algjört slys. 1-0 fyrir Chelsea. Einn af fjórtán miðvörðum þeirra skorar með öxlinni snúandi baki í markið eftir viðkomu í tveimur varnarmönnum.
Southampton 0 - 5 Manchester City (á morgun 16:30)
Suðurstrandarliðið situr á botni deildarinnar og City-menn eru í fantaformi þessa dagana. Ég sé lítið annað í kortunum en yfirspilun.
Leeds United 3 - 1 Crystal Palace (á sunnudag 13)
Javi Gracia hefur komið með gott skipulag til Leeds og þegar talað er um að rétta skútuna við þá er þetta nákvæmlega það sem fólk meinar. Hann hefur komið þeim upp úr fallsæti, þeir eru farnir að skora mörk aftur og það er smá vonarglæta í þessu hjá þeim. Heimamenn vita að þeir þurfa að vinna þennan leik ef þeir ætla að halda sér uppi og munu selja sig dýrt. Palace-menn sóttu Roy Hodgson enn á ný af dvalarheimilinu, greyið karlinn fær aldrei frið, en af því að hann er meðalmennskan uppmáluð og þeir unnu sinn fyrsta leik undir stjórn hans þá tapa þeir þessum leik.
Liverpool 0 - 2 Arsenal (á sunnudag 15:30)
Þetta tímabil er búið hjá Liverpool. Umræðan alla síðustu viku hefur snúist um framtíðina, hvað verður gert í sumar og hvað þarf að gera. Ég óttast að Jürgen Klopp sé sá eini á svæðinu með augun á boltanum, en topplið deildarinnar er jú að koma á Anfield. Þetta ætti að vera stórleikur en annað liðið er fast í kviksyndi og sjálfsvorkunn á meðan hitt liðið er algjörlega fljúgandi í átt að titlinum. Þetta er Anfield og allt það og það eru jú gæðaleikmenn í þessu Liverpool-liði, gleymum því ekki, en ég sé ekki annað en Arsenal-sigur hérna. 2-0 fyrir Arsenal. Blákaldur veruleikinn.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 18 | 10 | 5 | 3 | 38 | 21 | +17 | 35 |
3 | Nott. Forest | 18 | 10 | 4 | 4 | 24 | 19 | +5 | 34 |
4 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
5 | Newcastle | 18 | 8 | 5 | 5 | 30 | 21 | +9 | 29 |
6 | Bournemouth | 18 | 8 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 29 |
7 | Man City | 18 | 8 | 4 | 6 | 30 | 26 | +4 | 28 |
8 | Fulham | 18 | 7 | 7 | 4 | 26 | 23 | +3 | 28 |
9 | Aston Villa | 18 | 8 | 4 | 6 | 26 | 29 | -3 | 28 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 18 | 7 | 2 | 9 | 39 | 26 | +13 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | West Ham | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 30 | -7 | 23 |
14 | Man Utd | 18 | 6 | 4 | 8 | 21 | 23 | -2 | 22 |
15 | Everton | 17 | 3 | 8 | 6 | 15 | 22 | -7 | 17 |
16 | Crystal Palace | 18 | 3 | 8 | 7 | 18 | 26 | -8 | 17 |
17 | Wolves | 18 | 4 | 3 | 11 | 28 | 40 | -12 | 15 |
18 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 18 | 1 | 3 | 14 | 11 | 37 | -26 | 6 |
Athugasemdir