Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   lau 07. maí 2022 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúxusvandamál sem menn skilja - „Verður ekkert mál held ég"
Þurftu að byrja vel
Óskar Hrafn á hliðarlínunni í dag.
Óskar Hrafn á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan skoraði í dag
Dagur Dan skoraði í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem skóp þennan sigur var vinnan sem menn lögðu í leikinn. Fyrsta skrefið var sterkt, menn voru kraftmiklir bæði varnar- og sóknarlega. Skagaliðið er gott, það er vel mannað og komu til leiks með mikið sjálfstraust eftir ágætis gengi í byrjun móts og sterkan sigur á móti Víkingi. Það var viðbúið að við þyrfumt að byrja vel til að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur Breiðabliks á ÍA í Bestu deild karla í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  5 Breiðablik

Þrír af fjórum varamönnum Breiðabliks komu að marki í seinni hálfleik.

„Ég get ekki verið annað en mjög sáttur. Þeir sem komu inn á komu sterkir inn. Dagur Dan á frábæra innkomu, Anton Logi, Galdur, Omar og allir þessir strákar. Þeir sýna að við erum sterk liðsheild. Það er gott að vita til þess, margir leikir og oft stutt á milli leiki. Það mun reyna á hópana hjá liðunum og það sem þessir strákar sýndu í dag og hafa sýnt á æfingum er að þeir gera tilkall til fleiri mínútna. Það er auðvitað bara frábært að það sé samkeppni."

Breiðablik var með öflugan bekk í leiknum en auk þess voru tveir fyrrum atvinnumenn og Sölvi Snær Guðbjargarson utan hóps vegna meiðsla. Hvernig verður í sumar að halda öllum sáttum?

„Það verður ekkert mál held ég. Það er bara framundan sem sker úr hverjir spila hverju sinni. Ef menn standa sig vel í leikjum og standa sig vel á æfingum þá aukast líkurnar á því að þeir spili. Það fær enginn neitt ókeypis."

„Akkúrat í dag er Elfar [Freyr Helgason] að koma til baka eftir kviðslitsaðgerð - byrjaði að hjóla á mánudaginn, Mikkel [Qvist, sem var í fyrsta sinn á bekknum] er að koma til baka eftir tognun og Adam [Örn Arnarson] er líka að ná sér. Sölvi, það er kannski aðeins lengra í hann, hann er með beinmar í ökklanum og gæti verið frá í einhverjar vikur."

„Það er bara lúxusvandamál og hluti af því að reyna berjast á mörgum vígstöðvum. Við erum búnir að fara yfir þetta með hópnum, menn skilja þetta - það þarf stóran hóp til að halda út svona langt mót. Það hafa allir sitt hlutverk, sumir eru í stærra hlutverki á einhverjum tímapunkti og aðrir á öðrum. Þannig er það bara."


Viktor Karl Einarsson þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. „Ég held að staðan á honum sé bara fín. Hann stífnaði aðeins upp, fann aðeins fyrir þessu í upphitun og ég vona að við höfum náð að búa þannig um hnútana að hann verði klár á miðvikudaginn."

Óskar tjáði sig í lok viðtals um stuðninginn úr stúkunni og um viðræður við Valgeir Valgeirsson.
Athugasemdir
banner
banner