KA heimsóttu efri byggð Kópavogs í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.
KA voru fyrir leikinn í 5.sæti deildarinnar og HK, sem hafa verið spútninklið deildarinnar voru í 3.sæti deildarinnar með 10 stig.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 KA
„Ánægður og léttir. Við áttum slakan fyrri hálfleik þar sem HK voru bara betri en við. Mér fannst HK svona vilja þetta meira, voru ferskir og spiluðu líka bara góðan hálfleik. Mér fannst við líka vera bara á svona 95% tempói og það bara gengur ekki í þessari deild." Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir leik.
„Við komum hérna á útivöll hjá liði sem er búið að ganga vel þannig að við þurftum bara að gera betur. Síðan förum við aðeins yfir það í hálfleik hluti sem við þurftum að gera betur og gerum smá breytingar og ég er rosalega ánægður með viðbrögðin sem ég fékk. Seinni hálfleikurinn er góður og við skorum tvö mörk og bara svona öðruvísi winner hugarfar í síðari hálfleik.
Annað mark KA var einkar fallegt en Ásgeir Sigurgeirsson tók þá sprett frá eigin vallarhelmingi sem endaði með marki.
„Ég hugsaði alveg einusinni-tvisvar ætlar hann að gefa hann eða ætlar hann að halda áfram og svo bara endaði þetta í einhverjum 70 metra sprett sem hann fer held ég framhjá 4-5 mönnum og skorar."
Nánar er rætt við Hallgrím Jónasson þjálfara KA í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |