Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 07. júní 2024 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Lucas til Gent (Staðfest)
Mynd: Gent
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Belgíska félagið Gent tilkynnti rétt í þessu að Andri Lucas Guðjohnen væri orðinn leikmaður félagsins. Andri er keyptur frá Lyngby þar sem hann lék í vetur og fær Lyngby metupphæð fyrir íslenska landsliðsframherjann. Gent greiðir um 3 milljónir evra fyrir Andra.

Andri Lucas er 22 ára og tók silfurskóinn í dönsku deildinni. Hann var tíu mánuði hjá Lyngby sem græddi rækilega á Íslendingnum.

Hann skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2028. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Gent kaupir í glugganum. Hann mun feta fótspor föður síns, Eiðs Smára og afa, Arnórs, með því að spila í belgísku deildinni.

Andri átti frábært tímabil með Lyngby, skoraði 15 mörk í 33 leikjum og var markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Hann verður númer 9 hjá Gent, fær þá treyju frá Momodou Sonko sem fær treyju númer 11.

„Félagaskipti Andra eru fyrstu góða góða niðurstaðan úr njósnaverkefni sem sett var upp í okkar nýja strúktúr. Ég þekki Andra vel því hann þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu þegar ég var þjálfari liðsins. Hann er framherji sem getur skorað, öflugur í teignum og er með skandinavísku vinnusemina," sagði Arnar Þór Viðarsson sem er íþróttastjóri Gent.

Andri er með íslenska landsliðinu í London að búa sig undir vináttulandsleik gegn Englandi sem fram fer á Wembley í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner