Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. júlí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lazio kaupir miðvörð frá Real - Vavro aftur til FCK (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Lazio er búið að festa kaup á Mario Gila, 21 árs miðverði sem kemur úr herbúðum Real Madrid.


Lazio borgar 6 milljónir evra fyrir Spánverjann sem kom við sögu í tveimur deildarleikjum með Real Madrid á síðustu leiktíð.

Gila hefur verið í herbúðum Real undanfarin fjögur ár og er mikilvægur hlekkur í B-liðinu sem leikur í spænsku C-deildinni.

Hjá Lazio tekur hann stöðu Luiz Felipe í leikmannahópnum. Félagið er þó að selja annan varnarmann, Denis Vavro.

Vavro er slóvakískur miðvörður sem þótti ekki nægilega góður fyrir Lazio og er búinn að skipta yfir til FC Kaupmannahafnar.

Hann varð danskur meistari með FCK í sumar á lánssamningi frá Lazio og spilaði einnig fyrir Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum - áður en Lazio keypti hann fyrir 10 milljónir evra.

Núna er hann kominn aftur til Danmerkur fyrir óuppgefið kaupverð sem er talið nema um tveimur til þremur milljónum evra.

Vavro gerir fjögurra ára samning við FC Kaupmannahöfn og þarf að gera sig kláran því fyrsta umferð danska deildartímabilsins er eftir tíu daga.


Athugasemdir
banner
banner
banner