David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greindi frá því á X-inu í kvöld að Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad, er á leið í Liverpool frá spænska baskaliðinu.
Martin er með riftunarákvæði í samningnum sínum hjá Sociedad upp á 60 milljónir evra sem Liverpool ætlar að nýta sér.
Zubimendi er varnarsinnaður miðjumaður en hann hefur ætíð spilað fyrir Real Sociedad þar sem hann er uppalinn. Hann á 188 leiki fyrir aðallið Sociedad og skorað í þeim 8 mörk í öllum keppnum.
Alls á hann 10 landsleiki fyrir spænska landsliðið en alls kom við sögu í 4 leikjum á Evrópumótinu í sumar. M.a. úrslitaleiknum gegn Englandi þar sem hann kom inn á í hálfleik fyrir Rodri sem fór meiddur af velli.
Þetta yrði þá fyrstu kaup Arne Slot, nýja stjóra Liverpool, eftir að hann tók við. Liverpool hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og náð í mjög góð úrslit gegn góðum liðum. Liverpool hefur verið í leit að djúpum miðjumanni í sumar, þeir hafa fundið hann í Zubimendi.
???? Real Sociedad expect Martin Zubimendi to accept move to Liverpool, according to #Sociedad sources. Clubs would still need to agree fee, unless #LFC decide to trigger €60m release clause - which needs to be paid in full. W/ @GuillermoRai_ @TheAthleticFC https://t.co/2ygZ2a7QaI
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 7, 2024