Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 07. september 2020 20:38
Daníel Smári Magnússon
Eysteinn: Erum að klára með gæðum
Lengjudeildin
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gott að liðið sé aftur komið á sigurbraut eftir að hafa tapað 5 stigum í síðustu tveimur leikjum. Við tókum aðeins spjallið, fórum yfir hvernig við fórum útaf réttu brautinni,'' sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur eftir 1-3 sigur á Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel og Sindri þarf að bjarga okkur óþarflega oft, hann á stórleik í dag. En síðan eftir að við jöfnum þá komumst við í góðan gír, erum með tök á leiknum og erum að klára með gæðum.''

Keflavík byrjaði leikinn illa og lentu undir þegar að Alvaro Montejo skoraði fyrir Þór. Þeir komu þó sterkir til baka og gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks.

„Manni leist ekki alveg nógu vel á þetta í byrjun og mér fannst margt vera að í markinu sem Þór skoraði. Það voru blikur á lofti, en þá tóku strákarnir sig bara til og sáu um þetta sjálfir. Þeir rifu sig í gang og náðu að snúa þessu, það er frábært,'' sagði Eysteinn.

Joey Gibbs átti toppleik í dag og skoraði tvívegis fyrir Keflavík. Eysteinn ber honum vel söguna.

„Hann er bara maður sem kann fagið og við erum að reyna að fjölga þeim mönnum sem fara ekki bara inná og berjast, heldur kunna það sem þeir eru að gera og það er að koma smátt og smátt. Við sjáum fram á það að þegar við fáum svona menn eins og hann, að þá smitast það í aðra leikmenn.''

Keflavík komu sér í sterka stöðu með sigrinum í dag og sitja nú 2. sæti, fjórum stigum á eftir Fram og eiga leik til góða.

„Við erum ekki smeykir við eitt einasta lið hérna, þetta snýst bara um hvað þessir strákar ætla að gefa sér langan tíma í að vera klárir í þetta allt saman. Þegar baráttan er til staðar, þá er mjög erfitt að eiga við okkur og hún verður alltaf grunnurinn,'' sagði Eysteinn að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner