Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   mán 07. september 2020 20:38
Daníel Smári Magnússon
Eysteinn: Erum að klára með gæðum
Lengjudeildin
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gott að liðið sé aftur komið á sigurbraut eftir að hafa tapað 5 stigum í síðustu tveimur leikjum. Við tókum aðeins spjallið, fórum yfir hvernig við fórum útaf réttu brautinni,'' sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur eftir 1-3 sigur á Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel og Sindri þarf að bjarga okkur óþarflega oft, hann á stórleik í dag. En síðan eftir að við jöfnum þá komumst við í góðan gír, erum með tök á leiknum og erum að klára með gæðum.''

Keflavík byrjaði leikinn illa og lentu undir þegar að Alvaro Montejo skoraði fyrir Þór. Þeir komu þó sterkir til baka og gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks.

„Manni leist ekki alveg nógu vel á þetta í byrjun og mér fannst margt vera að í markinu sem Þór skoraði. Það voru blikur á lofti, en þá tóku strákarnir sig bara til og sáu um þetta sjálfir. Þeir rifu sig í gang og náðu að snúa þessu, það er frábært,'' sagði Eysteinn.

Joey Gibbs átti toppleik í dag og skoraði tvívegis fyrir Keflavík. Eysteinn ber honum vel söguna.

„Hann er bara maður sem kann fagið og við erum að reyna að fjölga þeim mönnum sem fara ekki bara inná og berjast, heldur kunna það sem þeir eru að gera og það er að koma smátt og smátt. Við sjáum fram á það að þegar við fáum svona menn eins og hann, að þá smitast það í aðra leikmenn.''

Keflavík komu sér í sterka stöðu með sigrinum í dag og sitja nú 2. sæti, fjórum stigum á eftir Fram og eiga leik til góða.

„Við erum ekki smeykir við eitt einasta lið hérna, þetta snýst bara um hvað þessir strákar ætla að gefa sér langan tíma í að vera klárir í þetta allt saman. Þegar baráttan er til staðar, þá er mjög erfitt að eiga við okkur og hún verður alltaf grunnurinn,'' sagði Eysteinn að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner