Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   mán 07. september 2020 20:38
Daníel Smári Magnússon
Eysteinn: Erum að klára með gæðum
Lengjudeildin
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gott að liðið sé aftur komið á sigurbraut eftir að hafa tapað 5 stigum í síðustu tveimur leikjum. Við tókum aðeins spjallið, fórum yfir hvernig við fórum útaf réttu brautinni,'' sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur eftir 1-3 sigur á Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel og Sindri þarf að bjarga okkur óþarflega oft, hann á stórleik í dag. En síðan eftir að við jöfnum þá komumst við í góðan gír, erum með tök á leiknum og erum að klára með gæðum.''

Keflavík byrjaði leikinn illa og lentu undir þegar að Alvaro Montejo skoraði fyrir Þór. Þeir komu þó sterkir til baka og gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks.

„Manni leist ekki alveg nógu vel á þetta í byrjun og mér fannst margt vera að í markinu sem Þór skoraði. Það voru blikur á lofti, en þá tóku strákarnir sig bara til og sáu um þetta sjálfir. Þeir rifu sig í gang og náðu að snúa þessu, það er frábært,'' sagði Eysteinn.

Joey Gibbs átti toppleik í dag og skoraði tvívegis fyrir Keflavík. Eysteinn ber honum vel söguna.

„Hann er bara maður sem kann fagið og við erum að reyna að fjölga þeim mönnum sem fara ekki bara inná og berjast, heldur kunna það sem þeir eru að gera og það er að koma smátt og smátt. Við sjáum fram á það að þegar við fáum svona menn eins og hann, að þá smitast það í aðra leikmenn.''

Keflavík komu sér í sterka stöðu með sigrinum í dag og sitja nú 2. sæti, fjórum stigum á eftir Fram og eiga leik til góða.

„Við erum ekki smeykir við eitt einasta lið hérna, þetta snýst bara um hvað þessir strákar ætla að gefa sér langan tíma í að vera klárir í þetta allt saman. Þegar baráttan er til staðar, þá er mjög erfitt að eiga við okkur og hún verður alltaf grunnurinn,'' sagði Eysteinn að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner