Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 07. september 2020 20:38
Daníel Smári Magnússon
Eysteinn: Erum að klára með gæðum
Lengjudeildin
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Eysteinn og Sigurður Ragnar gátu fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gott að liðið sé aftur komið á sigurbraut eftir að hafa tapað 5 stigum í síðustu tveimur leikjum. Við tókum aðeins spjallið, fórum yfir hvernig við fórum útaf réttu brautinni,'' sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur eftir 1-3 sigur á Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel og Sindri þarf að bjarga okkur óþarflega oft, hann á stórleik í dag. En síðan eftir að við jöfnum þá komumst við í góðan gír, erum með tök á leiknum og erum að klára með gæðum.''

Keflavík byrjaði leikinn illa og lentu undir þegar að Alvaro Montejo skoraði fyrir Þór. Þeir komu þó sterkir til baka og gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks.

„Manni leist ekki alveg nógu vel á þetta í byrjun og mér fannst margt vera að í markinu sem Þór skoraði. Það voru blikur á lofti, en þá tóku strákarnir sig bara til og sáu um þetta sjálfir. Þeir rifu sig í gang og náðu að snúa þessu, það er frábært,'' sagði Eysteinn.

Joey Gibbs átti toppleik í dag og skoraði tvívegis fyrir Keflavík. Eysteinn ber honum vel söguna.

„Hann er bara maður sem kann fagið og við erum að reyna að fjölga þeim mönnum sem fara ekki bara inná og berjast, heldur kunna það sem þeir eru að gera og það er að koma smátt og smátt. Við sjáum fram á það að þegar við fáum svona menn eins og hann, að þá smitast það í aðra leikmenn.''

Keflavík komu sér í sterka stöðu með sigrinum í dag og sitja nú 2. sæti, fjórum stigum á eftir Fram og eiga leik til góða.

„Við erum ekki smeykir við eitt einasta lið hérna, þetta snýst bara um hvað þessir strákar ætla að gefa sér langan tíma í að vera klárir í þetta allt saman. Þegar baráttan er til staðar, þá er mjög erfitt að eiga við okkur og hún verður alltaf grunnurinn,'' sagði Eysteinn að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner