Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi töpuðu fyrir Al-Duhail, 2-0, í stjörnudeildinni í Katar í dag. Liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.
Ekkert hefur gengið hjá landsliðsmanninum og liði hans undanfarið en síðasti sigurleikur liðsins í deildinni kom gegn Al Kohr í lok nóvember.
Síðan þá hefur liðið tapað fimm leikjum og gert eitt jafntefli en Aron Einar spilaði allan leikinn hjá Al Arabi í dag.
Al Arabi er þrátt fyrir það í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, þremur stigum frá Al Gharafa sem er í þriðja sætinu, en ellefu stigum á eftir toppliði Al Sadd.
Athugasemdir