Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 08. janúar 2023 15:10
Aksentije Milisic
Tottenham fylgist með markverði Brentford - Pickford einnig orðaður
David Raya
David Raya
Mynd: EPA

Tottenham fylgist grannt með markverði Brentford, David Raya, en liðið er að leita að markverði til að taka við keflinu af Hugo Lloris, fyrirliða liðsins.


Lloris er orðinn 36 ára gamall en hann hefur verið hjá Spurs frá árinu 2012. Hann er farinn að gera fleiri mistök í markinu en áður en hann skrifaði samt undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum í fyrra.

Samkvæmt The Telegraph, er Raya númer eitt á lista hjá Tottenham yfir markverði og er félagið að skoða það að fá Raya strax næsta sumar.

Talið er að Tottenham sé ekki að leitast eftir markverði strax í janúar mánuði en Antonio Conte ætlar að treysta á Lloris út þessa leiktíð.

Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem næsti markvörður Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner