Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2021 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Hazard vonast til að spila í sex ár til viðbótar
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid á Spáni, vonast til að spila í fimm eða sex ár til viðbótar en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár.

Hazard er 30 ára gamall en hefur gengið illa að finna sig hjá Madrídingum frá því hann kom frá Chelsea fyrir tveimur árum.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn og þá hefur leikmaðurinn einnig átt erfitt með að koma sér í leikform.

Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiða tíma þá vonast hann til að spila næstu fimm eða sex árin.

„Ég vonast til að geta spila fótbolta eins lengi og mögulegt er og reyna að njóta mín á vellinum," sagði Hazard við On The Front Foot.

„Þegar ferill minn er á enda þá vil ég geta horft til baka á afrekin en einbeiting mín er núna á að spila vel og njóta þess að spila. Ég hugsa ekki um hvar ég verð að spila næstu árin heldur reyni ég að fókusa á næsta leik eða næstu æfingu."

„Ég er bara þrítugur og á meðan líkaminn er góður þá vonast ég til að spila í fimm eða sex ár til viðbótar,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner