Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 08. mars 2023 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Romero sá rautt og Cancelo lagði upp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er nýlokið og er ljóst að FC Bayern og AC Milan halda áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar á kostnað PSG og Tottenham.


Það var mikið af áhugaverðum atvikum sem áttu sér stað í viðureignunum en Cristian Romero fékk að líta rautt spjald í síðari hálfleiknum í London. Hann fékk þá seinna gula spjaldið sitt fyrir glórulausa tæklingu á Theo Hernandez úti á kanti.

Tottenham gerði markalaust jafntefli við Milan og dettur út eftir tap í fyrri leiknum ytra. Harry Kane komst næst því að knýja framlengingu fyrir Tottenham en Mike Maignan varði skalla hans í uppbótartíma.

Joao Cancelo skipti frá Manchester City til FC Bayern fyrir rúmum mánuði síðan. Cancelo færði sig um set á lánssamningi vegna ósættis við Pep Guardiola knattspyrnustjóra um spiltíma. 

Nú er staðan hjá Bayern orðin sú að Cancelo er ekki með byrjunarliðssæti og hefur þurft að sitja á bekknum í undanförnum leikjum. Hann var á bekknum á heimavelli gegn PSG í kvöld en fékk að spreyta sig undir lokin þegar honum var skipt inn á 86. mínútu.

Cancelo nýtti tímann og gerði virkilega vel að leggja upp mark fyrir Serge Gnabry úr skyndisókn.

Sjáðu rauða spjald Romero
Sjáðu stoðsendingu Joao Cancelo
Sjáðu frábæra markvörslu Maignan og stangarskot Origi


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner