Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. maí 2022 14:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Warnock: Ayling hefur svikið félagið, stuðningsfólkið og samherja
Mynd: Getty Images
Það er hálfleikur í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 

Everton er 2-1 yfir gegn Leicester og Leeds 2-0 undir gegn Arsenal. Það þýðir að ef þetta fer svona er Leeds í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Luke Ayling er væntanlega kominn í sumarfrí eftir að hann var rekinn útaf fyrir brot á Gabriel Martinelli. Chris Kavanagh dómari leiksins gaf honum fyrst gult en síðan rautt eftir að hafa skoðað atvikið í VAR.

Stephen Warnock fyrrum fyrirliði Leeds er afar ósáttur með Ayling.

„Luke Ayling hefur svikið félagið, stuðningsfólkið og samherja sína. Spáðu í það hvað Joe Gelhardt hugsar, þriðji byrjunarliðsleikurinn hans en hann þarf að fara útaf vegna heimsku aðalliðsmanns," sagði Warnock hjá BBC.

„Ég bara skil þetta ekki, við gerum öll mistök en á þessum tímapunkti á tímabilinu þegar menn þurfa að standa saman og það þarf á öllum leikmönnunum að halda, sérstaklega þar sem margir eru meiddir núna. Þeir þurfa á honum að halda, hann er mikilvægur fyrir þá."

Eins og staðan er núna er Leeds í 18. sæti með jafn mörg stig og Burnley sem situr í sætinu fyrir ofan þegar þrjár umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner