Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 08. júní 2023 23:05
Sölvi Haraldsson
John Andrews: Við gáfum þeim þrjú mjög ódýr mörk
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er vonsvikinn því leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Mér fannst við stjórna leiknum og síðan gefum við þrjú mjög ódýr mörk. Hinsvegar skorum við tvö mjög góð mörk og við getum verið ánægð með það.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir fyrsta tapleik Víkinga í deildinni.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Geturu tekið eitthvað jákvætt úr leiknum þrátt fyrir að hafa tapað?

„Auðvitað. Við gáfum allt í leikinn eins og alltaf. Það var gott að sjá Kolbrúnu koma inn á og Dagný að byrja. Bergdís kemur af bekknum og heldur áfram að skora, Sigdís skorar líka og við erum mjög ánægð með þær. En við gerum nokkur mistök í dag og það er erfitt að horfa upp á það þegar stelpurnar gáfu sig allar fram í dag.“

Þið voruð 2-1 undir í hálfleik og gerðuð þrefalda breytingu í kjölfarið, hver var hugsunin á bak við það?

„Við erum bara með mjög sterkan hóp. Við settum Lindu og ungu stelpurnar inn á til þess að koma með aðeins meiri orku inn í leikinn og það virtist hafa virkað. Við vorum ívið betri og áttum mörg skot og margar fyrirgjafir og leikurinn hefði alveg getað endað 3-3.“

Hvernig finnst þér tímabilið hafa farið af stað?

„Ég er mjög glaður. Við erum nokkrum stigum betri núna en við vorum á þessum tímapunkti í fyrra þannig auðvitað er maður sáttur. Síðan er ég mjög ánægður með framlag leikmanna í upphafi móts einnig. Leikmenn sem koma útaf eru brjálaðar og ég er mjög ánægður með það því það er bara mjög gott að mínu mati.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir fyrsta tapleik í deildinni í ár.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner