Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 08. júní 2023 23:05
Sölvi Haraldsson
John Andrews: Við gáfum þeim þrjú mjög ódýr mörk
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er vonsvikinn því leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Mér fannst við stjórna leiknum og síðan gefum við þrjú mjög ódýr mörk. Hinsvegar skorum við tvö mjög góð mörk og við getum verið ánægð með það.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir fyrsta tapleik Víkinga í deildinni.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Geturu tekið eitthvað jákvætt úr leiknum þrátt fyrir að hafa tapað?

„Auðvitað. Við gáfum allt í leikinn eins og alltaf. Það var gott að sjá Kolbrúnu koma inn á og Dagný að byrja. Bergdís kemur af bekknum og heldur áfram að skora, Sigdís skorar líka og við erum mjög ánægð með þær. En við gerum nokkur mistök í dag og það er erfitt að horfa upp á það þegar stelpurnar gáfu sig allar fram í dag.“

Þið voruð 2-1 undir í hálfleik og gerðuð þrefalda breytingu í kjölfarið, hver var hugsunin á bak við það?

„Við erum bara með mjög sterkan hóp. Við settum Lindu og ungu stelpurnar inn á til þess að koma með aðeins meiri orku inn í leikinn og það virtist hafa virkað. Við vorum ívið betri og áttum mörg skot og margar fyrirgjafir og leikurinn hefði alveg getað endað 3-3.“

Hvernig finnst þér tímabilið hafa farið af stað?

„Ég er mjög glaður. Við erum nokkrum stigum betri núna en við vorum á þessum tímapunkti í fyrra þannig auðvitað er maður sáttur. Síðan er ég mjög ánægður með framlag leikmanna í upphafi móts einnig. Leikmenn sem koma útaf eru brjálaðar og ég er mjög ánægður með það því það er bara mjög gott að mínu mati.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir fyrsta tapleik í deildinni í ár.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir