Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sigurinn á Wembley, Birkir Már og bikarinn á X977
Icelandair
Birkir Már fékk rautt á Wembley 2020.
Birkir Már fékk rautt á Wembley 2020.
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður í þráðbeinni útsendingu á X977 í dag milli 12 og 14. Þátturinn er alla laugardaga og kemur beint á hlaðvarpsveitur í kjölfarið.

Tómas Þór og Benedikt Bóas halda um stýrið í þætti dagsins og að sjálfsögðu verður sigur Íslands í vináttulandsleiknum gegn Englandi á Wembley fyrirferðarmikill.

Birkir Már Sævarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, er gestur þáttarins en hann er eini Íslendingurinn sem hefur fengið rautt spjald á Wembley.

Þá verður hitað upp fyrir 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins og heyrt í Elvari Geir sem var á leiknum í gær og er á leið til Hollands þar sem leikið verður gegn heimamönnum á mánudaginn.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner