Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Gross hetja Þjóðverja - Pólland kláraði Úkraínu á fyrsta hálftímanum
Pascal Gross fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu
Pascal Gross fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu
Mynd: EPA
Þýskaland, gestgjafar Evrópumótsins, unnu Grikkland 2-1 í vináttulandsleik í gær.

Þjóðverjar lentu marki undir á 33. mínútu er Georgio Masouras skoraði en Kai Havertz, sem átti stórkostlegt tímabil með Arsenal, jafnaði metin á 56. mínútu.

Kollegi hans í úrvalsdeildinni, Pascal Gross, gerði sigurmark Þýskalands undir lok leiks. Fyrsta landsliðsmark Gross á ferlinum.

Pólland vann Úkraínu 3-1. Pólska liðið gerði út um leikinn á fyrsta hálftímanum en þeir Sebastian Walkuiewicz, Piotr Zielinski og Taras Romanczuk skoruðu mörk þeirra á meðan Artem Dovbyk, leikmaður Girona á Spáni, gerði eina mark Úkraínu undir lok fyrri hálfleiks.

Skotland gerði þá 2-2 jafntefli við Finnland á meðan Rúmenía gerði markalaust jafntefli við Liehtenstein.

Rúmenía 0 - 0 Liechtenstein

Þýskaland 2 - 1 Grikkland
0-1 Georgios Masouras ('33 )
1-1 Kai Havertz ('56 )
2-1 Pascal Gross ('89 )

Pólland 3 - 1 Úkraína
1-0 Sebastian Walukiewicz ('11 )
2-0 Piotr Zielinski ('16 )
3-0 Taras Romanczuk ('30 )
3-1 Artem Dovbyk ('41 )

Skotland 2 - 2 Finnland
1-0 Arttu Hoskonen ('54, sjálfsmark )
2-0 Lawrence Shankland ('58 )
2-1 Benjamin Kallman ('72 )
2-2 Oliver Antman ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner