Eftir tæplega klukkutíma, klukkan 19:15, hefst viðureign Leiknis og Keflavíkur á Domusnovavellinum í Breiðholti. Byrjunarliðin hafa verið opinberuð og má sjá þau hér að neðan.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 1-4 tapinu gegn ÍBV. Sá leikur var liður í fjórtándu umferð, umferðinni á undan þeirri síðustu, en leik Leiknis og Víkings var frestað í kjölfarið og því hefur Leiknir ekki spilað síðan.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 1-4 tapinu gegn ÍBV. Sá leikur var liður í fjórtándu umferð, umferðinni á undan þeirri síðustu, en leik Leiknis og Víkings var frestað í kjölfarið og því hefur Leiknir ekki spilað síðan.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 2 Keflavík
Adam Örn Arnarson kom frá Breiðabliki fyrir gluggalok, hann kemur inn í liðið og byrjar sinn fyrsta leik og það sama gerir Zean Dalügge sem kom frá Lyngby fyrir gluggalok. Það gera einnig þeir Daði Bærings Halldórsson og Árni Elvar Árnason. Mikkel Dahl, Sindri Björnsson, Loftur Páll Eiríksson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson taka sér sæti á bekknum.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, gerir þrjár breytingar á sínu liðið frá jafnteflinu gegn ÍBV fyrir rúmri viku síðan. Joey Gibbs, Sindri Kristinn Ólafsson og Sindri Snær Magnússon koma inn í liðið. Rúnar Gissurarson tekur sér sæti á bekknum en þeir Ernir Bjarnason og Rúnar Þór Sigurgeirsson taka út leikbann. Sindri Snær er að byrja sinn fyrsta leik í sumar.
Með sigri fer Keflavík upp í 7. sæti deildarinnar og Leiknir getur komist upp í 9. sæti með þremur stigum.
Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Adam Örn Arnarson
8. Árni Elvar Árnason
9. Róbert Hauksson
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann
28. Zean Dalügge
80. Mikkel Jakobsen
Byrjunarlið Keflavík:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon (f)
9. Adam Árni Róbertsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir