Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 08. október 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Vonandi eins og 98 nema við bætum við marki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur verkefnum vegna meiðsla. Alfreð er kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í apríl og verið frá í nokkra mánuði. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Alfreð undanfarin ár.

„Þetta er búið að vera leiðindatímabil síðustu tvö ár. Það hafa verið mikil meiðsli og ég hef aldrei komist á alvöru run. Mér líður hrikalega vel núna og það er gott að vera kominn aftur í landsliðið," sagði Alfreð við Fótbolta.net í dag.

Nær að tengja æfingavikur
Alfreð var óvænt ónotaður varamaður hjá Augsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Ég spilaði fimm leiki í röð þar á undan og þrjá í byrjunarliði. Mér líður gríðarlega vel og hef náð að binda saman æfingavikur. Það er eitthvað sem hefur vantað hjá mér undanfarin ár. Mér líður gríðarlega vel og hlakka til að takast á við þetta verkefni."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudag og Alfreð er brattur fyrir þann leik.

„Við þurfum að eiga toppleik. Það er allt mögulegt í fótbolta. Við skulum vona að þetta verði svipað og 1998 nema við bætum kannski við einu marki," sagði Alfreð brosandi og rifjaði upp leikinn fræga gegn Frökkum á Laugardalsvelli þar sem þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli við Ísland.

„Allt í okkar höndum"
Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram á EM á næsta ári en innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn. Ísland er þremur stigum á eftir Frakklandi og Tyrklandi þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Við þurfum að vinna þrjá af fjórum og setja það upp að þetta verði urslitaleikur í Tyrklandi eftir þetta verkefni. Við þekkjum það að vinna þar. Við getum komið okkur í góða stöðu með góðum úrslitum núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner