Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   þri 08. október 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Vonandi eins og 98 nema við bætum við marki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur verkefnum vegna meiðsla. Alfreð er kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í apríl og verið frá í nokkra mánuði. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Alfreð undanfarin ár.

„Þetta er búið að vera leiðindatímabil síðustu tvö ár. Það hafa verið mikil meiðsli og ég hef aldrei komist á alvöru run. Mér líður hrikalega vel núna og það er gott að vera kominn aftur í landsliðið," sagði Alfreð við Fótbolta.net í dag.

Nær að tengja æfingavikur
Alfreð var óvænt ónotaður varamaður hjá Augsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Ég spilaði fimm leiki í röð þar á undan og þrjá í byrjunarliði. Mér líður gríðarlega vel og hef náð að binda saman æfingavikur. Það er eitthvað sem hefur vantað hjá mér undanfarin ár. Mér líður gríðarlega vel og hlakka til að takast á við þetta verkefni."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudag og Alfreð er brattur fyrir þann leik.

„Við þurfum að eiga toppleik. Það er allt mögulegt í fótbolta. Við skulum vona að þetta verði svipað og 1998 nema við bætum kannski við einu marki," sagði Alfreð brosandi og rifjaði upp leikinn fræga gegn Frökkum á Laugardalsvelli þar sem þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli við Ísland.

„Allt í okkar höndum"
Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram á EM á næsta ári en innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn. Ísland er þremur stigum á eftir Frakklandi og Tyrklandi þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Við þurfum að vinna þrjá af fjórum og setja það upp að þetta verði urslitaleikur í Tyrklandi eftir þetta verkefni. Við þekkjum það að vinna þar. Við getum komið okkur í góða stöðu með góðum úrslitum núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner