Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 08. október 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Vonandi eins og 98 nema við bætum við marki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur verkefnum vegna meiðsla. Alfreð er kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í apríl og verið frá í nokkra mánuði. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Alfreð undanfarin ár.

„Þetta er búið að vera leiðindatímabil síðustu tvö ár. Það hafa verið mikil meiðsli og ég hef aldrei komist á alvöru run. Mér líður hrikalega vel núna og það er gott að vera kominn aftur í landsliðið," sagði Alfreð við Fótbolta.net í dag.

Nær að tengja æfingavikur
Alfreð var óvænt ónotaður varamaður hjá Augsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Ég spilaði fimm leiki í röð þar á undan og þrjá í byrjunarliði. Mér líður gríðarlega vel og hef náð að binda saman æfingavikur. Það er eitthvað sem hefur vantað hjá mér undanfarin ár. Mér líður gríðarlega vel og hlakka til að takast á við þetta verkefni."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudag og Alfreð er brattur fyrir þann leik.

„Við þurfum að eiga toppleik. Það er allt mögulegt í fótbolta. Við skulum vona að þetta verði svipað og 1998 nema við bætum kannski við einu marki," sagði Alfreð brosandi og rifjaði upp leikinn fræga gegn Frökkum á Laugardalsvelli þar sem þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli við Ísland.

„Allt í okkar höndum"
Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram á EM á næsta ári en innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn. Ísland er þremur stigum á eftir Frakklandi og Tyrklandi þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Við þurfum að vinna þrjá af fjórum og setja það upp að þetta verði urslitaleikur í Tyrklandi eftir þetta verkefni. Við þekkjum það að vinna þar. Við getum komið okkur í góða stöðu með góðum úrslitum núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner