Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. nóvember 2020 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti skoraði og Viðar lagði upp - Alfons einu stigi frá titlinum
Matthías mun ganga aftur í raðir FH eftir tímabilið í Noregi.
Matthías mun ganga aftur í raðir FH eftir tímabilið í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alfons og félagar eru að eiga magnað tímabil.
Alfons og félagar eru að eiga magnað tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson skoraði og Viðar Örn Kjartansson lagði upp þegar Vålerenga vann 2-0 heimasigur á Odd í lokaleik dagsins í norsku úrvalsdeildinni.

Herolind Shala kom Vålerenga yfir á 39. mínútu eftir undirbúning frá Viðari og Matthías innsiglaði sigurinn á 86. mínútu. Matthías er á leið til FH eftir tímabilið.

Vålerenga er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig en Íslendingalið Bodö/Glimt er núna einu stigi frá titlinum þegar sex umferðir eru eftir.

Alfons Sampsted hefur á þessu tímabili spilað stóra rullu í liði Bodö/Glimt sem er á toppi deildarinnar með 65 stig úr 24 leikjum. Alfons spilaði í dag 90 mínútur í 7-0 sigri gegn Álasundi. Davíð Kristján Ólafsson spilaði 85 mínútur fyrir Álasund sem er 14 stigum frá öruggu sæti.

Viking hafði betur í Íslendingaslag gegn Rosenborg, 3-0. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg og Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Viking á 88. mínútu. Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður fyrir Viking, sem er sjöunda sæti. Rosenborg er í þriðja sæti.

Viðar Ari Jónsson spilaði í markalausu jafntefli Sandefjord gegn Stabæk. Emil Pálsson (Sandefjord) var ónotaður varamaður. Þá stýrði Jóhannes Þór Harðarson liði Start til sigurs gegn Sarpsborg, 3-2. Start er í 14. sæti, sem er fall-umspilssæti, en liðið er tveimur stigum frá alveg öruggu sæti.

Mikael spilaði í bursti á FCK
Í Danmörku kom Mikael Neville Anderson inn á sem varamaður á 77. mínútu er Midtjylland burstaði FC Kaupmannahöfn, 4-0. Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá FCK.

Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar eftir átta leiki með 16 stig. FCK er í níunda sæti með tíu stig.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby í 3-1 sigri gegn OB. Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu hjá OB. Bröndby er í fjórða sæti með 15 stig og OB er í áttunda sæti með tíu stig.

Kjartan Henry Finnbogason var í leikbanni er Horsens tapaði 0-3 fyrir toppliði SönderjyskE. Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá SönderjyskE sem er með 17 stig. Horsens er á botninum með tvö stig.

Sjá einnig:
Danmörk: Jón Dagur skaut AGF á toppinn
Tryggvi Hrafn skoraði - CSKA á toppinn
Athugasemdir
banner
banner