Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 08. desember 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez velur fimm bestu sóknarmenn sögunnar
Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, valdi ekki Cristiano Ronaldo sem einn af fimm bestu sóknarmanna sögunnar.

Hinn 32 ára gamli Suarez ræddi um uppáhalds sóknarmenn sína í viðtali við Bleacher Report.

Á listanum eru bara leikmenn frá Suður-Ameríku, þar á meðal tveir leikmenn sem hann hefur spilað með.

Topp 5
5. Romario
4. Ronaldo Nazario
3. Diego Forlan
2. Gabriel Batistuta
1. Lionel Messi

Um valið á Messi sagði Suarez: „Númer eitt er Messi, auðveld ákvörðun fyrir mig."

Messi og Suarez hafa leikið saman með Barcelona undanfarin ár og náð einkar vel saman. Messi vann á dögunum Ballon d'Or verðlaunin sem eru veitt besta leikmanni í heimi ár hvert. Er þetta í sjötta sinn sem Messi vinnur verðlaunin.
Athugasemdir
banner