Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. janúar 2023 22:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Gríðarlega mikilvægir sigrar hjá Atalanta og Verona
Rasmus Hojlund
Rasmus Hojlund
Mynd: EPA

Atalanta og Verona unnu góða sigra í Serie A á Ítalíu í kvöld.


Atalanta sem er í baráttu um Evrópusæti lenti undir gegn Bologna í fyrri hálfleik. Teun Koopmeiners kveikti í liðinu strax í upphafi síðari hálfleik þegar hann jafnaði metin með mögnuðu skoti.

Rasmus Hojlund tryggði liðinu sigur með marki eftir tæplega klukkutíma leik.

Atalanta fór upp fyrir Roma í 6. sæti deildarinnar en Lazio er í sætinu fyrir ofan. Öll liðin með jafn mörg stig.

Darko Lazovic var hetja Verona þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins í botnbaráttuslag gegn Cremonese. Verona fór úr botnsætinu upp í 18. sæti og er sex stigum frá öruggu sæti.

Liðið sendi Cremonese á botninn með 7 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner