Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Dramatík undir lokin í jafntefli á Old Trafford
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester Utd 1 - 1 Arsenal
1-0 Bruno Fernandes ('45 )
1-1 Declan Rice ('74 )

Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðlítill en það dró til tíðinda í uppbótatíma þegar Leandro Trossard braut á Alejandro Garnacho fyrir utan teiginn.

Bruno Fernandes tók spyrnuna og skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnunni og kom Man Utd yfir.

Man Utd byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk tækifæri til að bæta við mörkum. Joshua Zirkzee fékk boltann inn á teignum eftir klukkutíma leik og tók hælspyrnu en boltinn fór beint á David Raya.

Þegar stunda fjórðungur var til loka venjulegs leiktíma skoraði Declan Rice glæsilegt mark og jafnaði metin fyrir Arsenal. Jurrien Timber gerði mjög vel og sendi boltann út á Rice sem átti glæsilegt skot og boltinn fór í stöngina og inn.

Rasmus Höjlund fékk tækifæri til að skora um tíu mínútum eftir jöfnunarmarkið en var of lengi að athafna sig og Rice bjargaði virkilega vel. Stuttu síðar komst hann aftur í dauðafæri en Gabriel komst fyrir á síðustu stundu.

David Raya bjargaði stigi fyrir Arsenal á lokamínútu leiksins. Bruno Fernandes átti skot af stuttu færi sem Raya varði boltann upp í loftið og sló hann út áður en Toby Collyer komst í boltann.

Arsenal er í 2. sæti 15 stigum á eftir Liverpool en á leik til góða. Man Utd er hins vegar í 14. sæti með 34 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
7 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
8 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
9 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner