Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 12:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mbl.is 
Ísabella fylgdi í fótspor foreldra sinna - „Búinn að bíða eftir þessu hjá henni"
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísabella Sara Tryggvadóttir átti frábæran leik fyrir Val gegn Stjörnunni í gær. Hún skoraði þrennu í 4-0 sigri.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Stjarnan

„Hún var flott í dag, búinn að bíða eftir þessu hjá henni," sagði Pétur við Fótbolta.net eftir leik.

Ísabella er aðeins 17 ára gömul en foreldrar hennar eru Tryggvi Guðmundsson og Hrafnildur Gunnlaugsdóttir. Þau spiluðu bæði fótbolta á sínum tíma og þekkja það að skora þrennu.

Tryggvi skoraði sjö þrennur á sínum tíma í efstu deild og Hrafnhildur skoraði eina þrennu með KR árið 1993. Tryggvi lék lengst af með ÍBV og FH í efstu deild.


Pétur Pétursson: Allt erfiðir leikir þó að þið haldið annað
Athugasemdir
banner
banner