„Ótrúlega ánægður með mitt lið. Frábær vinnusigur, við vorum með markmið að koma hingað og ná í þrjú stig. Við töpuðum hér í fyrra," sagði Alfreð Elías Jóhannson, þjálfari Selfoss eftir sigur liðsins á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 1 Selfoss.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 1 Selfoss.
Alfreð var spurður út í mótvindinn sem Selfoss spilaði á móti í fyrri hálfleik og þá var hann spurður almennt út í gengi liðsins og framhaldið.
„Það er alltaf logn á Selfossi en við kunnum alveg að spila í smá golu."
„Vörnin, miðjan og sóknin eru alltaf að verða betri og betri svo er markmaðurinn einn sá besti í deildinni. Hópurinn er frábær og svo erum við með frábæran 2. flokk, nóg til."
„Við ætlum að gera okkar allra besta til að ná okkar markmiðum," bætti Alfreð við að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir