Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
banner
   fös 09. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Vonandi verður ekki rok
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst ánæðgur með að vinna og fara með þrjú stig, langþráð þrjú stig. Það er það sem stendur upp úr en auðvitað er margt sem betur mátti fara og svo framvegis en vinnu framlag leikmanna var gott og ég er bara mjög sáttur við leikinn.“
Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir 3-1 sigur FH á Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

FH fór til hálfleiks með eins marks forystu eftir að Breukelen Woodard hafði komið þeim yfir með góðu marki. Fylkisliðið átti þó sín upphlaup fram að hálfleik og komst nokkrum sinnum í góðar stöður. Það varð þó minna um það lengst af í síðari hálfleik. Hverju var breytt í hálfleik?

„Við breyttum svo sem ekki miklu. Við fórum aftur yfir hlutina sem við lögðum upp með. Vigdís (Edda Friðriksdóttir) kemur inn sínum fyrsta leik í sumar eftir langvarandi meiðsli og hennar framlag í dag skipti sköpum fyrir okkur. Það sem hún gaf okkur í seinni hálfleik var ákveðin fysík, hún er gríðarlega sterk í loftinu og Fylkir var að ógna okkur í föstum leikatriðum.“

FH á í harðri baráttu um sæti í efri hluta deildarinnar nú þegar tvær umferðir eru fram að skiptingu. Fjórða sætið er raunhæft markmið en hvert setur liðið sjálft stefnuna?

„Okkar markmið er að komast í topp sex. Það er, var og verður okkar markmið í sumar. Hvort það næst eða ekki það bara veit ég ekki. Þetta er keppni þriggja liða í dag myndi ég segja. FH, Stjörnunar og Þróttar og tvö af þessum liðum verða í topp sex en eitt þarf að sitja með sárt ennið í botn fjórum.“

Næst á dagskrá hjá FH er heimsókn til Keflavíkur þar sem liðið mætir liði Keflavíkur sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Um það verkefni sagði Guðni.

„Það er bara ótrúlega erfitt að fara suður með sjó og mæta Keflavík. Vonandi verður ekki rok. Þar munum við þurfa á toppleik að halda til að geta fengið eitthvað út úr þeim leik. Þær eru "physical" og sterkar og eru að bæta við sig leikmönnum. Þær eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni og það er erfitt að mæta slíkum liðum.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner