Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 09. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Vonandi verður ekki rok
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst ánæðgur með að vinna og fara með þrjú stig, langþráð þrjú stig. Það er það sem stendur upp úr en auðvitað er margt sem betur mátti fara og svo framvegis en vinnu framlag leikmanna var gott og ég er bara mjög sáttur við leikinn.“
Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir 3-1 sigur FH á Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

FH fór til hálfleiks með eins marks forystu eftir að Breukelen Woodard hafði komið þeim yfir með góðu marki. Fylkisliðið átti þó sín upphlaup fram að hálfleik og komst nokkrum sinnum í góðar stöður. Það varð þó minna um það lengst af í síðari hálfleik. Hverju var breytt í hálfleik?

„Við breyttum svo sem ekki miklu. Við fórum aftur yfir hlutina sem við lögðum upp með. Vigdís (Edda Friðriksdóttir) kemur inn sínum fyrsta leik í sumar eftir langvarandi meiðsli og hennar framlag í dag skipti sköpum fyrir okkur. Það sem hún gaf okkur í seinni hálfleik var ákveðin fysík, hún er gríðarlega sterk í loftinu og Fylkir var að ógna okkur í föstum leikatriðum.“

FH á í harðri baráttu um sæti í efri hluta deildarinnar nú þegar tvær umferðir eru fram að skiptingu. Fjórða sætið er raunhæft markmið en hvert setur liðið sjálft stefnuna?

„Okkar markmið er að komast í topp sex. Það er, var og verður okkar markmið í sumar. Hvort það næst eða ekki það bara veit ég ekki. Þetta er keppni þriggja liða í dag myndi ég segja. FH, Stjörnunar og Þróttar og tvö af þessum liðum verða í topp sex en eitt þarf að sitja með sárt ennið í botn fjórum.“

Næst á dagskrá hjá FH er heimsókn til Keflavíkur þar sem liðið mætir liði Keflavíkur sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Um það verkefni sagði Guðni.

„Það er bara ótrúlega erfitt að fara suður með sjó og mæta Keflavík. Vonandi verður ekki rok. Þar munum við þurfa á toppleik að halda til að geta fengið eitthvað út úr þeim leik. Þær eru "physical" og sterkar og eru að bæta við sig leikmönnum. Þær eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni og það er erfitt að mæta slíkum liðum.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner