Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mið 09. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í vikunni og erum klárir fyrir morgundaginn," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar U21 landsliðið við Litháen í mikilvægum leik í undankeppni EM. Ef liðið vinnur Litháa, þá búa strákarnir til úrslitaleik við Danmörku um mögulegt sæti í lokakeppni EM.

„Þetta verður hörkuleikur á móti Litháum. Þeir eru með mjög þétt og gott lið. Það er eiginlega ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum. Þeir hafa verið inn í öllum leikjunum og eru með mjög öflugt lið."

„Við erum þar að við þurfum að hafa fyrir hverju stigi og við þurfum að eiga mjög góðan leik ef við ætlum að fá eitthvað úr þessu."

Ólafur Ingi er á leið inn í sitt annað verkefni með U21 en í fyrsta glugganum lagði liðið Danmörku og tapaði gegn Wales. Hann segist hafa lært mikið af fyrsta glugganum og liðið hafi líka gert það.

Hann segir jafnframt að það sé alltaf erfitt að velja hópinn þar sem samkeppnin er mikil.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um leikinn á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá sigur. Eins klisjulegt og það er, þá er það bara næsti leikur. Við þurfum að vinna leikinn á morgun og við þurfum að gera það á okkar hátt," segir Ólafur Ingi en það er frábært fyrir þessa ungu leikmenn að fá svona stóra leiki.

„Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara frábært. Líklega hefði maður tekið þessa stöðu fyrir mót, að við ættum enn möguleika þegar tveir leikir væru eftir. Þetta er það sem við viljum, að strákarnir spili undir pressu og að leikirnir skipti máli."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner