Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 09. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í vikunni og erum klárir fyrir morgundaginn," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar U21 landsliðið við Litháen í mikilvægum leik í undankeppni EM. Ef liðið vinnur Litháa, þá búa strákarnir til úrslitaleik við Danmörku um mögulegt sæti í lokakeppni EM.

„Þetta verður hörkuleikur á móti Litháum. Þeir eru með mjög þétt og gott lið. Það er eiginlega ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum. Þeir hafa verið inn í öllum leikjunum og eru með mjög öflugt lið."

„Við erum þar að við þurfum að hafa fyrir hverju stigi og við þurfum að eiga mjög góðan leik ef við ætlum að fá eitthvað úr þessu."

Ólafur Ingi er á leið inn í sitt annað verkefni með U21 en í fyrsta glugganum lagði liðið Danmörku og tapaði gegn Wales. Hann segist hafa lært mikið af fyrsta glugganum og liðið hafi líka gert það.

Hann segir jafnframt að það sé alltaf erfitt að velja hópinn þar sem samkeppnin er mikil.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um leikinn á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá sigur. Eins klisjulegt og það er, þá er það bara næsti leikur. Við þurfum að vinna leikinn á morgun og við þurfum að gera það á okkar hátt," segir Ólafur Ingi en það er frábært fyrir þessa ungu leikmenn að fá svona stóra leiki.

„Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara frábært. Líklega hefði maður tekið þessa stöðu fyrir mót, að við ættum enn möguleika þegar tveir leikir væru eftir. Þetta er það sem við viljum, að strákarnir spili undir pressu og að leikirnir skipti máli."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir