Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   fim 09. nóvember 2017 20:53
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Katrín: Eigum fullan séns í þessar stelpur
Katrín og liðsfélagar hennar þurfa að sækja til sigurs í Tékklandi í næstu viku
Katrín og liðsfélagar hennar þurfa að sækja til sigurs í Tékklandi í næstu viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Soldið svekkjandi. Við sáum í dag að við eigum alveg fullan séns í þessar stelpur. Vorum aðeins óöruggar þarna í byrjun, og erfitt að halda í hann og eitthvað smá stress. En um leið og við fórum að spila okkar leik og færa okkur aðeins ofar á völlinn, sérstaklega í seinni hálfleik þá sáum við það alveg að við getum unnið þessar stelpur og við ætlum bara að gefa 100% í leikinn í næstu viku,” sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir svekkjandi tap gegn tékkneska liðinu Slavia Prag í 16-liða úrslitum Meistraradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Slavia Prag

Var ekki erfitt að undirbúa sig fyrir leikinn vitandi lítið um lið mótherjanna?

“Já og nei, við vissum náttúrulega meira um þessar stelpur heldur en Rossyanka til dæmis og margar þarna spiluðu með tékkneska landsliðinu fyrir um mánuði síðan. Þannig að við vissum svona alveg þónokkuð um þær og þær eru náttúrulega líkamlega sterkar og með góða leikmenn fram á við en það eru veikleikar í vörninni hjá þeim sem við þurfum að nýta okkur betur. Sáum það alveg um leið og við fórum að pressa þær að þá voru þær hikandi og eins með markmanninn þeirra þannig að við bara þurfum að færa okkur ofar í næstu viku.”

Stjörnustelpur fengu dæmt á sig víti nánast strax eftir að þær höfðu náð að jafna leikinn en hvernig horfir Katrín á það?

“Svona er bara fótboltinn en við þurfum bara að halda áfram og gleyma þessu augnabliki og koma bara meira fókuseraðar í næsta leik.”

Viðtalið við Katrínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner