Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
   fim 09. nóvember 2023 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóri Árna: Að þeir fái þessa gjöf er í besta falli óþolandi
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gent skoraði jöfnunarmark úr vítaspyrnu.
Gent skoraði jöfnunarmark úr vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frammistaðan var ótrúlega góð, fyrir utan örfá augnablik þar sem við sofum á verðinum. Þeir refsa fyrir það," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir súrt 2-3 tap gegn Gent frá Belgíu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Þetta var frammistaða sem verðskuldaði sigur, eða í það minnsta jafntefli."

Á dögunum tapaði Breiðablik 5-0 fyrir Gent í Belgíu. Þetta var talsvert öðruvísi leikur.

„Við lögðum upp með að pressa þá hærra, setja meiri pressu á boltann. Við gerðum það á stórum köflum mjög vel. Þetta breyttist aðeins þegar við komumst í 2-1 og það var alls ekki planið að fara neðar. Við þurftum að 'grinda' út fyrri hálfleikinn. Svo vorum við algjörlega staðráðnir í því að byrja seinni hálfleikinn á pressu, að það væri leiðin á móti þeim."

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Að þeir fái þessa gjöf í 2-2 markinu er í besta falli óþolandi, gríðarlega svekkjandi. Nokkrum sekúndum áður er Davíð Ingvars hamraður niður, bombað í sköflunginn á honum þegar hann stendur á marklínu að reyna að koma okkur í 3-1. Ég veit ekki hvort þeir hafi skoðað það einu sinni. Það er pjúra víti. Hitt, hann leggst í fangið á Andra og grýtir sér í jörðina. Það er töluvert minni snerting en oft í leiknum, nánast engin snerting. Því miður er þetta alltof stórt augnablik í leiknum," sagði Halldór en honum fannst leikplanið vera að ganga vel fram að þessu augnabliki. Blikar héldu áfram eftir að Gent komst yfir og hefðu hæglega getað jafnað.

Það var spilað á Laugardalsvelli í kvöld en það eru ekki oft leikir þar í nóvember. Vallarstarfsmenn gerðu ótrúlega vinnu að gera hann leikhæfan en hann var samt sem áður frosinn á ákveðnum stöðum þar sem það var mjög kalt í kvöld.

„Hann var vel frosinn á köntunum, eins og malbik. Hann var aðeins mýkri inn á miðjum vellinum. Adrenalínið og stemningin, andinn frá fólkinu okkar, var þannig að manni var ekkert kalt. Það var frábær stemning og mikið hrós fer til þeirra stuðningsmanna sem klæddu sig vel og studdu við bakið á okkur," sagði Dóri en hann hefur trú á því að liðið muni allavega ná í eitt stig áður en riðillinn klárast. Það eru tveir leikir eftir.

„Þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á. Við ætlum okkur klárlega áfram hluti í þessum riðli."
Athugasemdir
banner