Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 09. nóvember 2023 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóri Árna: Að þeir fái þessa gjöf er í besta falli óþolandi
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gent skoraði jöfnunarmark úr vítaspyrnu.
Gent skoraði jöfnunarmark úr vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Frammistaðan var ótrúlega góð, fyrir utan örfá augnablik þar sem við sofum á verðinum. Þeir refsa fyrir það," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir súrt 2-3 tap gegn Gent frá Belgíu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Þetta var frammistaða sem verðskuldaði sigur, eða í það minnsta jafntefli."

Á dögunum tapaði Breiðablik 5-0 fyrir Gent í Belgíu. Þetta var talsvert öðruvísi leikur.

„Við lögðum upp með að pressa þá hærra, setja meiri pressu á boltann. Við gerðum það á stórum köflum mjög vel. Þetta breyttist aðeins þegar við komumst í 2-1 og það var alls ekki planið að fara neðar. Við þurftum að 'grinda' út fyrri hálfleikinn. Svo vorum við algjörlega staðráðnir í því að byrja seinni hálfleikinn á pressu, að það væri leiðin á móti þeim."

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Að þeir fái þessa gjöf í 2-2 markinu er í besta falli óþolandi, gríðarlega svekkjandi. Nokkrum sekúndum áður er Davíð Ingvars hamraður niður, bombað í sköflunginn á honum þegar hann stendur á marklínu að reyna að koma okkur í 3-1. Ég veit ekki hvort þeir hafi skoðað það einu sinni. Það er pjúra víti. Hitt, hann leggst í fangið á Andra og grýtir sér í jörðina. Það er töluvert minni snerting en oft í leiknum, nánast engin snerting. Því miður er þetta alltof stórt augnablik í leiknum," sagði Halldór en honum fannst leikplanið vera að ganga vel fram að þessu augnabliki. Blikar héldu áfram eftir að Gent komst yfir og hefðu hæglega getað jafnað.

Það var spilað á Laugardalsvelli í kvöld en það eru ekki oft leikir þar í nóvember. Vallarstarfsmenn gerðu ótrúlega vinnu að gera hann leikhæfan en hann var samt sem áður frosinn á ákveðnum stöðum þar sem það var mjög kalt í kvöld.

„Hann var vel frosinn á köntunum, eins og malbik. Hann var aðeins mýkri inn á miðjum vellinum. Adrenalínið og stemningin, andinn frá fólkinu okkar, var þannig að manni var ekkert kalt. Það var frábær stemning og mikið hrós fer til þeirra stuðningsmanna sem klæddu sig vel og studdu við bakið á okkur," sagði Dóri en hann hefur trú á því að liðið muni allavega ná í eitt stig áður en riðillinn klárast. Það eru tveir leikir eftir.

„Þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á. Við ætlum okkur klárlega áfram hluti í þessum riðli."
Athugasemdir
banner