Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fös 09. desember 2022 18:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Southgate ánægður að fá Sterling aftur - Mun taka þátt
Mynd: Getty Images

Raheem Sterling þurfti að fara heim frá Katar um tíma eftir að brotist var inn á heimili hans í London.


Hann hefur hins vegar snúið aftur og tekið fjölskylduna sína með til að halda þeim óhultum.

Hann flaug til Katar í gær og var mættur á æfingu liðsins í dag.

„Það er frábært að fá hann aftur. Hann vildi æfa í dag sem við myndum venjulega ekki leyfa eftir langt flug en það var létt æfing i dag svo það var engin áhætta," sagði Southgate.

Sterling mun taka þátt í leiknum á morgun gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum.

„Hann mun taka þátt á morgun en hversu mikið kemur í ljós. Það er erfitt að segja hvernig hann er stefndur, við verðum að skoða það nánar. Við erum svo ánægð að fá hann aftur því hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner