Atli Guðnason fyrrum knattspyrnumaður og nú kennari í FG vildi mæta þörfum unglinga sem hafa hætt í knattspyrnu og hafa æfingar til að ná þeim aftur inn í skipulagt íþróttastarf þar sem markmiðið er að hafa gaman!
Smelltu hér til að skrá þig
Smelltu hér til að skrá þig
Framhaldsbolti eru æfingar fyrir ungt fólk á menntaskólaaldri (fyrir drengi sem eru fæddir 2006 til 2008) sem æfa 2x í viku í viku í Risanum í Kaplakrika (miðvikudögum kl. 19 og sunnudögum kl. 11:30).
Hvernig kom hugmyndin?
„Ég hef verið kennari hjá FG í 13 ár og í gegnum árin þá hef ég tekið eftir að margir hafa hætt í fótbolta þegar þeir koma í menntaskóla því það er erfitt að sinna boltanunum með skóla og vinnu," segir Atli Guðnason.
„Ekki allir stefna að atvinnumennsku og einhverjir hafa rætt að þeim hafi eiginlega verið ýtt úr fótbolta. Ég vildi finna lausn að því að halda þeim áfram í skipulögðum íþróttum og því kom þessi hugmynd upp og ég fékk Silju Úlfars, hlaupadrottningu, með mér í lið að keyra þetta í gang."
„Ég heyrði í FH og þau voru til að redda aðstöðu og umgjörð utan um þetta, ég hef trú á að margt jákvætt geti komið út úr þessu, þetta er auðvitað tilraun, en vonandi er þetta eitthvað sem að önnur lið geta svo tekið upp hjá sér einnig. Þá er vonandi næsta skref að gera svona fyrir stelpurnar einnig, en við byrjum á þessum hóp."
Er þetta aðeins fyrir FH, eða Hafnarfjörð eða geta allir mætt?
„Ég vil fá alla þá sem langar að koma og spila fótbolta. Það skiptir ekki máli í hvaða liði viðkomandi hefur verið. Markmiðið er að þetta verði gaman, kannski eina skilyrðið er að koma með jákvætt hugarfar og vera tilbúinn að kynnast öðrum leikmönnum og tilheyra hópi."
Ætlið þið að keppa?
„Það hugsa ég ekki, við erum með þennan hóp til að hittast og spila fótbolta, það væri alveg gaman að önnur félög sem kannski elta okkur í þessu verkefni myndu hitta okkur og taka sameiginlega æfingu eða æfingaleik. Byrjum amk á þessu að safna hóp til að spila bolta, sjáum svo hvað setur. "
Nú spilaðir þú á hæsta leveli hér heima, ert ekki að þjálfa hjá FH, af hverju ert þú að starta þessu?
„Eftir spjall við nemendur og hlusta á vini mína ræða um brottfall hjá þeirra börnum þá fór ég að hugsa um hvað væri hægt að gera til að halda þeim lengur í íþróttum. Ef við erum bara raunsæ þá vitum við alveg að mjög lítið hlutfall af þeim sem byrja að æfa íþróttir ná eða vilja verða afreksfólk, en fólk hangir í þessu lengur því þetta er gaman. Brottfall úr íþróttum er oftast mest í kringum menntaskólann og mig langar að ná utan um þann hóp sem langar áfram að hittast og spila fótbolta og hafa gaman af."
Öllum er velkomið að koma og prufa, æfingar eru á miðvikudögum kl. 19:00-20:00 og sunnudögum kl. 11:30-12:30 í Risanum í Kaplakrika, velkomin að mæta á æfingu og prufa, þá er einnig hægt að nýta frístundastyrkinn í Hafnarfirði og í sveitarfélögunum í kringum Hafnarfjörð. Frekari upplýsingar gefur Atli Guðna: [email protected].
Smelltu hér til að skrá þig
Athugasemdir