Freyr Alexandersson er með samningstilboð frá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann en liðið hefur síðustu tvö ár endað í öðru sæti deildarinnar.
Freyr ferðaðist til Bergen í gær til viðræðna og fékk samningstilboð í hendurnar. Daginn áður hafði Freyr fundað með KSÍ sem leitar að nýjum landsliðsþjálfara.
Freyr ferðaðist til Bergen í gær til viðræðna og fékk samningstilboð í hendurnar. Daginn áður hafði Freyr fundað með KSÍ sem leitar að nýjum landsliðsþjálfara.
Útlit er fyrir að Freyr muni taka að sér þjálfun Brann en Tipsbladet segir að Brann hafi boðið hinum danska Jonathan Hartmann stöðu aðstoðarþjálfara.
Hartmann var aðstoðarmaður Freys bæði hjá Kortrijk í Belgíu og Lyngby í Danmörku og vinna þeir feikilega vel saman. Þessar fréttir þýða væntanlega að samkomulag sé handan við hornið.
Það virðist því líklegast í augnablikinu að Freyr taki við Brann og Arnar Gunnlaugsson veðrur þá væntanlega ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Tíminn mun leiða í ljós hvort það verði lendingin.
Athugasemdir