Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
banner
banner
mánudagur 17. júní
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 14. júní
miðvikudagur 12. júní
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 11. júní
Mjólkurbikar kvenna
Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit
mánudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
sunnudagur 9. júní
Mjólkurbikar karla
föstudagur 7. júní
Vináttulandsleikur
Lengjudeild karla
fimmtudagur 6. júní
2. deild karla
Lengjudeild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 5. júní
þriðjudagur 4. júní
Landslið kvenna - Undankeppni EM
mánudagur 3. júní
Besta-deild karla
miðvikudagur 29. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 27. maí
Besta-deild karla
föstudagur 17. maí
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 18. júní
EM F riðill
Tyrkland - Georgia - 16:00
Portúgal - Tékkland - 19:00
Vináttulandsleikur
Latvia U-18 - Finland U-18 - 12:00
þri 28.maí 2024 13:38 Mynd: Kortijk
Magazine image

Planið að sigra fótboltaheiminn með Freysa - Segir hann í hæsta klassa í Evrópu

„Ég talaði við þrjá klúbba í desember, í mismunandi löndum. Ég ætlaði aldrei að fara neitt nema Jonathan færi með mér," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu, í samtali við Fótbolta.net í gær. Hann var þar að tala um aðstoðarþjálfara sinn, Jonathan Hartmann. Þeir unnu saman hjá Lyngby og vinna núna saman í Belgíu.

„Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið, að standa í lappirnar með það að honum yrði gefinn almennilegur samningur hérna," sagði Freyr jafnframt í viðtali við RÚV.

Hartmann er aðstoðarþjálfari Kortrijk.
Hartmann er aðstoðarþjálfari Kortrijk.
Mynd/Kortijk
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd/Kortrijk
'Ég vil líka minnast á það hversu magnaður Freyr er maður á mann; samskiptahæfileikar hans og persónuleiki hans. Ef þú ert á ömurlegum stað og svo kemur Freyr og talar við þig, þá ertu tilbúinn að hlaupa í gegnum eld og ís til að fara með honum í vegferðina'
'Ég vil líka minnast á það hversu magnaður Freyr er maður á mann; samskiptahæfileikar hans og persónuleiki hans. Ef þú ert á ömurlegum stað og svo kemur Freyr og talar við þig, þá ertu tilbúinn að hlaupa í gegnum eld og ís til að fara með honum í vegferðina'
Mynd/Kortrijk
Stuðningsmenn Kortrijk hópuðust saman inn á vellinum þegar ljóst var að liðið myndi halda sér uppi.
Stuðningsmenn Kortrijk hópuðust saman inn á vellinum þegar ljóst var að liðið myndi halda sér uppi.
Mynd/Fótbolti.net - Kjartan Örn
'Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju Freyr ætti ekki að verða stjóri í einni af þremur bestu deildum Evrópu á einhverjum tímapunkti. Leiðtoga- og samskiptahæfileikar hans eru nú þegar nógu góðir til að hann verði stjóri í einni sterkustu deild heims'
'Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju Freyr ætti ekki að verða stjóri í einni af þremur bestu deildum Evrópu á einhverjum tímapunkti. Leiðtoga- og samskiptahæfileikar hans eru nú þegar nógu góðir til að hann verði stjóri í einni sterkustu deild heims'
Mynd/Kortrijk
Verkefnið með Kortrijk átti að vera ómögulegt.
Verkefnið með Kortrijk átti að vera ómögulegt.
Mynd/Getty Images
'Ef ég vildi þá gæti ég líklega orðið aðalþjálfari á morgun. Það væri kannski í B-deildinni í Danmörku. En ég vil frekar vinna með aðalþjálfara sem ég læri svo mikið af. Ég veit að það hjálpar mér meira að vinna með frábærum þjálfara sem hvetur mig áfram og gefur mér frekari þekkingu'
'Ef ég vildi þá gæti ég líklega orðið aðalþjálfari á morgun. Það væri kannski í B-deildinni í Danmörku. En ég vil frekar vinna með aðalþjálfara sem ég læri svo mikið af. Ég veit að það hjálpar mér meira að vinna með frábærum þjálfara sem hvetur mig áfram og gefur mér frekari þekkingu'
Mynd/Kortijk
Freyr tók við Kortrijk í janúar síðastliðnum.
Freyr tók við Kortrijk í janúar síðastliðnum.
Mynd/Kortrijk
'Ég og Freyr höfum myndað sterkt teymi, við þekkjum hlutverkin okkar mjög vel og það gefur mikla möguleika'
'Ég og Freyr höfum myndað sterkt teymi, við þekkjum hlutverkin okkar mjög vel og það gefur mikla möguleika'
Mynd/Getty Images
'Ég hef upplifað mikið þrátt fyrir að ég er bara 33 ára gamall. Ég hef sinnt mörgum stöðum innan fótboltans og líka unnið í kringum landsliðið. Stundum hef ég sinnt of mörgum störfum í einu, en þetta hefur verið frábært'
'Ég hef upplifað mikið þrátt fyrir að ég er bara 33 ára gamall. Ég hef sinnt mörgum stöðum innan fótboltans og líka unnið í kringum landsliðið. Stundum hef ég sinnt of mörgum störfum í einu, en þetta hefur verið frábært'
Mynd/Kortijk
Freyr vildi ekki taka við liði nema hafa Jonathan sér við hlið.
Freyr vildi ekki taka við liði nema hafa Jonathan sér við hlið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann treystir mér svo mikið að hann hafnaði öðrum störfum því hann vildi fá mig með sér. Ég þarf að sýna honum að hann sé að taka rétta ákvörðun með að taka mig með'
'Hann treystir mér svo mikið að hann hafnaði öðrum störfum því hann vildi fá mig með sér. Ég þarf að sýna honum að hann sé að taka rétta ákvörðun með að taka mig með'
Mynd/Getty Images
Freyr og Hartmann voru áður saman hjá Lyngby.
Freyr og Hartmann voru áður saman hjá Lyngby.
Mynd/Lyngby
Lyngby hélt sér líka uppi um liðna helgi.
Lyngby hélt sér líka uppi um liðna helgi.
Mynd/Getty Images
'Lyngby er mitt félag í Danmörku og ég ber enn mjög sterkar tilfinningar til félagsins. Ég vinn auðvitað fyrir Kortrijk en hvað varðar tilfinningar er ég enn tengdur Lyngby mjög mikið'
'Lyngby er mitt félag í Danmörku og ég ber enn mjög sterkar tilfinningar til félagsins. Ég vinn auðvitað fyrir Kortrijk en hvað varðar tilfinningar er ég enn tengdur Lyngby mjög mikið'
Mynd/Getty Images
'Ævintýri mitt og Freys, við erum bara að byrja. Það er mitt mat. Þetta er fyrsti kaflinn að því sem ég vona að verði margar kaflar um okkar samstarf þar sem við erum að sigra fótboltaheiminn saman'
'Ævintýri mitt og Freys, við erum bara að byrja. Það er mitt mat. Þetta er fyrsti kaflinn að því sem ég vona að verði margar kaflar um okkar samstarf þar sem við erum að sigra fótboltaheiminn saman'
Mynd/Lyngby
Kraftaverkið í Kortrijk.
Kraftaverkið í Kortrijk.
Mynd/Kortijk
'Þá vil ég bókstaflega hvergi annars staðar í heiminum vera'
'Þá vil ég bókstaflega hvergi annars staðar í heiminum vera'
Mynd/Lyngby
Samband Freys og Hartmann er einstakt og þeir hafa gengið í gegnum ótrúlega hluti saman á síðustu árum. Þeir kynntust þegar Freyr tók við sem aðalþjálfari Lyngby í Danmörku en Hartmann var þar aðstoðarþjálfari.

„Ég var í níu ár hjá Lyngby og sinnti þar ýmsum mismunandi störfum. Í fimm ár var ég aðstoðarþjálfari hjá aðalliðinu og ég vann með Frey síðustu árin mín þar. Við mynduðum mjög sterkt þjálfarateymi alveg frá því hann kom til félagsins," segir Hartmann í samtali við Fótbolta.net.

Að spila snóker eða verða þjálfari
Hartmann byrjaði ungur að þjálfa fótbolta en hann fékk skýr skilaboð um leikmannaferil sinn þegar hann var yngri.

„Þjálfarinn sagði við mig að ég ætti að spila snóker eða verða þjálfari"

„Vegferðin mín í fótboltanum byrjaði hjá hverfisliðinu mínu í Danmörku þar sem ég spilaði. Ég byrjaði þar að þjálfa í yngri flokkunum. Þegar ég var 13 eða 14 ára þá var ég tekinn úr afrekshópnum þar. Þjálfarinn sagði við mig að ég ætti að spila snóker eða verða þjálfari. Ég var of hægur til að spila fótbolta, en ég gat horft á leikinn frá öðrum hliðum. Ég gat séð ákveðna strategíu í kringum fótboltann," segir Hartmann.

„Ég var örugglega grátandi í viku því allir vinir mínir voru í afrekshópnum. Þetta var ekki blíð leið til að tala við krakka en þjálfarinn hafði rétt fyrir sér; ég var ekki mjög góður fótboltamaður. Ég byrjaði að þjálfa þegar ég var 15 ára, ég fór ekki í snóker."

„Ég byrjaði að þjálfa í yngri liðum Lyngby. Ég þjálfaði U15 liðið, U17 liðið og U19 liðið. Ég hef líka verið leikgreinandi fyrir aðalliðið og verið tengiliður á milli akademíunnar og aðalliðsins. Aðstoðað yngri leikmenn sem eru að taka skrefið upp á við. Ég hef líka unnið fyrir danska knattspyrnusambandið við að leikgreina þar sem ég hef verið að skoða andstæðinga. Ég aðstoðaði liðið í kringum HM í Katar og í kringum síðasta Evrópumót."

Klikkuð tilfinning
Freyr og Hartmann eru orðnir vanir því að gera kraftaverk. Fyrst með Lyngby í Danmörku í fyrra og svo núna með Kortrijk í Belgíu. Kortrijk hélt sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni með sigri eftir framlengdan leik gegn Lommel á sunnudag. Liðin mættust í tveggja leikja einvígi um hvort liðið myndi spila í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð og þurfti að grípa til framlengingar. Þar reyndust lærisveinar Freysa og Hartmann sleipari á svellinu og unnu sigur.

„Þá ertu tilbúinn að hlaupa í gegnum eld og ís til að fara með honum í vegferðina"

Kraftaverk er það sem þessi árangur Freys, hans liðs og hans teymis, var. Liðið var í neðsta sæti þegar Freyr tók við sem þjálfari liðsins í janúar, með tíu stig eftir tuttugu umferðir og það var varla maður til sem hafði trú á því að Kortrijk gæti haldið sér uppi. Talað var um Kortrijk sem kirkjugarð þjálfara og það átti ekki að vera raunhæft markmið að halda liðinu uppi, en það tókst.

„Þetta var klikkuð tilfinning því leikurinn var sturlaður," segir Hartmann. „Ég var svo ánægður að leik loknum. Þetta var hamingja í bland við mikinn létti. Okkur tókst að afreka það sem átti að vera ómögulegt. Við vorum búnir að leggja á okkur mikla vinnu og að ná því loksins var magnað."

„Þetta hefur klárlega verið aðeins meira stressandi en skemmtilegt síðustu mánuði og vikur. Við vorum svo langt á eftir og svo vorum við að komast nær en svo klúðruðum við því fyrir okkur sjálfa. Við vorum með bakið upp við vegg síðustu þrjá leikina í deildinni. Fyrir hvern leik í síðustu þremur umferðunum vorum við með það á bak við eyrað að 'þetta gæti verið dagurinn sem við föllum'. Þú spilar kannski einn leik undir þannig pressu en að gera það í þremur leikjum í röð og svo í tveimur umspilsleikjum er ekki heilbrigt. Ég get sagt þér það," segir Hartmann og hlær.

Þeir félagar héldu Lyngby uppi með ótrúlegum hætti á síðasta tímabili og svo bættu þeir bara í með Kortrijk núna. Hvernig fara þeir alltaf að þessu?

„Það er góð spurning og ég hef hugsað mikið um það. Ég tel okkur koma inn með skýran strúktúr. Bæði taktískt og í daglegri vinnu. Þegar þú kemur inn í félag sem er í krísu þá vilja leikmennirnir helst af öllu að hlutirnir séu skýrir og að vinnan sé skýr. Við komum inn með þennan skýra sýn. Ég vil líka minnast á það hversu magnaður Freyr er maður á mann; samskiptahæfileikar hans og persónuleiki hans. Ef þú ert á ömurlegum stað og svo kemur Freyr og talar við þig, þá ertu tilbúinn að hlaupa í gegnum eld og ís til að fara með honum í vegferðina. Það er stór hluti af því sem við höfum afrekað, hæfni hans til að sannfæra fólk um að fara í ákveðna átt."

Í hæsta klassa í Evrópu
Það er augljóst í spjallinu að Hartmann gjörsamlega elskar það að vinna með Frey og hann lítur mikið upp til íslenska þjálfarans.

„Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju Freyr ætti ekki að verða stjóri í einni af þremur bestu deildum Evrópu"

„Ég er auðvitað ekki hlutlaus en að mínu mati eru leiðtoga- og samskiptahæfileikar Freys í hæsta klassa í Evrópu. Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju Freyr ætti ekki að verða stjóri í einni af þremur bestu deildum Evrópu á einhverjum tímapunkti. Leiðtoga- og samskiptahæfileikar hans eru nú þegar nógu góðir til að hann sé stjóri í einni sterkustu deild heims," segir danski þjálfarinn.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvert hann fer á sínum ferli."

„Að vinna með Frey hefur verið algjörlega frábært. Ég myndi segja að vinna með honum sé einn minn helsti styrkleiki og ein af ástæðunum fyrir því að ég er þar sem ég er í dag. Hann hefur hjálpað mér mikið að þróast persónulega. Hann veitir þér svo mikla hvatningu og það er mjög mótiverandi að vinna með honum. Hann gefur mér ábyrgð og gefur mér punkta til að vinna í kringum. Að vinna með honum, ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi. Ég veit að það er klisja en þannig er það í raun og veru. Ég er með dagbók og í hana skrifa ég það sem ég læri frá honum. Á hverjum degi skrifa ég eitthvað lítið sem ég hef tekið með mér."

Hartmann velur frekar að vera aðstoðarþjálfari Freys en að vera aðalþjálfari annars staðar. Hann telur það betra fyrir sig og sinn feril í þjálfun.

„Ef ég vildi þá gæti ég líklega orðið aðalþjálfari á morgun. Það væri kannski í B-deildinni í Danmörku. En ég vil frekar vinna með aðalþjálfara sem ég læri svo mikið af. Ég veit að það hjálpar mér meira að vinna með frábærum þjálfara sem hvetur mig áfram og veitir mér frekari þekkingu. Að fá slíka reynslu sem við fengum á þessu tímabili sem var að klárast. Ég lærði svo ótrúlega mikið af því," segir hann.

Elska fótbolta svo mikið
Hartmann á engan feril sem leikmaður, nema í yngri flokkum. Hvernig hefur hann eiginlega komist á þann stað í fótboltanum sem hann er á í dag?

„Ég hef upplifað mikið þrátt fyrir að ég er bara 33 ára gamall"

„Einn stærsti lykillinn fyrir mig að komast á þann stað sem ég er á í dag er að ég elska fótbolta svo mikið og hef alltaf gert. Á hverjum degi þegar ég kem í vinnuna þá líður mér eins og þetta sé engin vinna. Þetta er staðurinn sem ég vil vera á. Það er erfitt fyrir mig að fara heim úr vinnunni. Að vera í félagsheimilinu og að vera á æfingasvæðinu er það sem ég elska mest. Ég elska leikinn svo mikið sem þýðir að ég vinn mikið," segir þjálfarinn efnilegi.

„Ég hef upplifað mikið þrátt fyrir að ég er bara 33 ára gamall. Ég hef sinnt mörgum stöðum innan fótboltans og líka unnið í kringum landsliðið. Stundum hef ég sinnt of mörgum störfum í einu, en þetta hefur verið frábært. Ég er ungur þjálfari og hef ekki reynsluna sem fyrrum fótboltamenn hafa. Það er ákveðinn veikleiki en það sem ég hef kannski fram yfir marga er að ég hef verið með æfingar fimm sinnum í viku í 15 ár. Ég get greint andstæðinginn og mótað æfingaplönin út frá því hvað við þurfum að gera til að nýta okkur veikleika andstæðingsins. Það er einn minn helsti styrkleiki því ég hef gert það svo mikið."

Hann og Freyr eru búnir að læra vel inn á hvern annan og vinna mjög vel saman.

„Ég kem inn og legg mikið á mig, ég er vinnusamur og er staðráðinn í að hjálpa leikmönnunum að bæta sig á hverjum degi. Ég vil að æfingarnar séu sem bestar á hverjum degi. Það er aðeins mögulegt ef þú planar hvert smáatriði mjög vel," segir Hartmann.

„Ég og Freyr höfum myndað sterkt teymi, við þekkjum hlutverkin okkar mjög vel og það gefur mikla möguleika. Ég held að það hjálpi Frey að hann sé með aðalfókusinn á að vinna maður á mann með leikmönnunum, að taka ákvarðanir, að velja í hópinn og að hafa samskipti við leikmenn og fjölmiðla. Hann getur treyst á það að ég sjái um æfingarnar og plani þær, að ég klippi myndböndin sem sýni leikplanið og geri úrdrátt að leikplani. Hann treystir mér fyrir því."

„Þetta sterka teymi gerir honum kleift að einbeita sér að því að taka góðar ákvarðanir á hverjum degi og að vera leiðtogi svo margra. Við erum með stóran hóp og mikið af starfsfólki í kringum liðið. Freyr fær margar spurningar og þarf að taka rosalega margar ákvarðanir á hverjum degi."

Gefur mér gæsahúð að heyra þig segja þetta
Eins og segir hér að ofan, þá hafnaði Freyr félögum því hann lagði mesta áherslu á það að fá Hartmann með sér í hvaða verkefni sem hann myndi taka að sér. Hann ætlaði ekki að fara neitt án síns hundtrygga aðstoðarmanns. Þeir eru tveggja manna teymi og koma sem slíkt.

„Ég þarf að sýna honum að hann sé að taka rétta ákvörðun með að taka mig með"

„Það gefur mér gæsahúð bara að heyra þig segja þetta," segir Hartmann þegar hann er spurður út í það hvernig honum líði með þessi orð Freys. „Það er rosalega gaman að heyra þetta, mikill heiður. Það gefur mér líka ákveðna pressu því þá þarf ég að standa mig almennilega, fjandinn hafi það. Hann treystir mér svo mikið að hann hafnaði öðrum störfum því hann vildi fá mig með sér. Ég þarf að sýna honum að hann sé að taka rétta ákvörðun með að taka mig með."

Þeir eru einnig góðir vinir utan vallar, sem er ekki síður mikilvægt.

„Við eigum líka gott samband utan vallar. Ég er að fara að hitta hann eftir klukkutíma og við erum að fara að borða saman. Kærastan mín er hérna og vinir hans eru hér. Við erum öll að fara að borða saman á eftir. Við förum oft að borða saman þar sem við ræðum um lífið og fjölskyldurnar okkar. Utan vinnunnar erum við líka góðir félagar."

Besta helgi lífsins
Hartmann þurfti að kveðja líf sitt í Danmörku þegar Freyr sagði honum frá verkefninu í Kortrijk. Var það ekki erfitt?

„Ég var svo ánægður á laugardaginn

„Það var erfitt því ég þurfti að kveðja lífið mitt í Kaupmannahöfn. Fjölskylda mín er þar og kærastan mín býr þar enn. Þetta var erfið ákvörðun að taka á persónulegum nótum. Og líka að kveðja Lyngby þar sem ég hafði verið í langan tíma og skapað mörg sterk vináttubönd," segir Hartmann.

„En hvað varðar ferilinn og hvað ég vil gera sem þjálfari, þá var það ekki erfitt. Ég vildi upplifa að þjálfara í öðru landi og komast í sterkari deild. Þegar þetta tækifæri kom upp var ég aldrei í efa um að það væri rétt fyrir ferilinn minn. En það var erfitt að segja bless við lífið í Danmörku."

Hann er enn með sterka tengingu við Lyngby, félagið sitt í Danmörku. Hartmann var límdur við sjónvarpið þegar Lyngby hélt sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn en daginn eftir hélt Kortrijk sér uppi í belgísku deildinni. Fullkomin helgi, vægast sagt.

„Ég var svo ánægður á laugardaginn. Þetta var fullkomin helgi fyrir mig. Ein besta helgi lífs míns. Það er svo þýðingarmikið fyrir mig og líka fyrir Frey. Þegar þú hefur reynt að gera allt til að skapa gott lið og gott félag og það gengur líka áfram vel þegar þú ert farinn, þá er það mjög góð tilfinning. Ég óska Lyngby alls hins besta," segir Hartmann.

„Ég held að nágrannarnir mínir séu ekki sáttir við mig því ég öskraði svo mikið á sjónvarpið á laugardaginn. Ég var mjög ánægður. Foreldrar mínir og bróðir minn voru líka hérna um helgina og við vorum að horfa á leikinn saman. Þau fara enn á leiki hjá Lyngby. Ég fylgist mjög vel með félaginu. Lyngby er mitt félag í Danmörku og ég ber enn mjög sterkar tilfinningar til félagsins. Ég vinn auðvitað fyrir Kortrijk en hvað varðar tilfinningar er ég enn tengdur Lyngby mjög mikið."

Ætlum að sigra fótboltaheiminn saman
En hvað með framtíðina? Sér Hartmann fyrir sér að vinna lengi með Freysa? Hann er ekki lengi að svara þegar hann fær þá spurningu.

„Þá vil ég bókstaflega hvergi annars staðar í heiminum vera"

„Ævintýri mitt og Freys, við erum bara að byrja. Það er mitt mat. Þetta er fyrsti kaflinn að því sem ég vona að verði margar kaflar um okkar samstarf þar sem við erum að sigra fótboltaheiminn saman. Það er mitt plan. Kannski verð ég aðalþjálfari einn daginn en núna er planið mitt að sigra fótboltaheiminn með Frey," segir Hartmann bjartsýnn.

Næst á dagskrá er stutt sumarfrí.

„Í dag er ég að fara til Noregs með kærustunni minni. Fjölskyldan hennar er þaðan og við ætlum að ferðast þangað. Svo förum við til Ítalíu saman í gott frí. Ég ætla eftir það að vinna fyrir danska sjónvarpið sem sérfræðingur í kringum Evrópumótið. Það verður skemmtilegt. Það er mikilvægt að taka frí núna. Við höfum þjálfað tvö lið og haldið þeim báðum uppi í sínum deildum. Mér finnst við hafa unnið tvöfalt. Ég hlakka til að komast í smá frí. Ég ætla að taka eina viku á Ítalíu þar sem ég mun bara borða pasta, pizzu og liggja á ströndinni."

Hartmann hefur alveg rosalega ástríðu fyrir fótbolta, það skín í gegn. Á næstum verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum og Freysa í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur.

„Þegar sólin skín og ég stend á vellinum að þjálfa, þá vil ég bókstaflega hvergi annars staðar í heiminum vera. Það á við Lyngby, danska landsliðið, Kortrijk og hverfisliðið mitt heima. Ég elska ekkert meira en fótboltavöllinn. Ég vona að ég verði í þessum bransa í mörg ár til viðbótar," sagði Jonathan Hartmann, aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar, að lokum.
Athugasemdir
banner
banner